Laus störf

Laus störf hjá Grýtubakkahreppi:

Okkur bráðvantar fólk í eftirtalin störf:

Starfsmaður á leikskóla

Leikskólinn Krummafótur leitar að starfsmanni til almennra starfa.  Lipurð í samskiptum, áhugi á að vinna með börnum, samviskusemi og jákvæðni meðal æskilegra kosta.

Starfshlutfall getur verið 100% eða minna eftir samkomulagi.

Umsóknum skal skila til leikskólastjóra.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir

Margrét Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri í síma 414 5440

eða í tölvupósti krummafotur@grenivik.is

 

Störf við heimaþjónustu

Starfsfólk vantar í heimaþjónustu sem allra fyrst.  Við leitum að traustum og duglegum einsaklingum með þjónustulund.

Um er að ræða tímavinnu, hlutastörf sem geta hentað vel með annarri vinnu.  Æskilegt að viðkomandi hafi bíl til umráða.

Umsóknum skal skila á skrifstofu hreppsins þar sem nánari upplýsingar eru veittar í s. 414 5400, einnig má senda fyrirspurnir á netfangið skrifstofa@grenivik.is 

 

Störf á Grenilundi

Starfsfólk vantar á Grenilund  sem er lítið dvalar- og hjúkrunarheimili.  Óskað er eftir duglegum og samviskusömum starfsmönnum í almenn umönnunarstörf.

Starf á Grenilundi er fjölbreytt og gefandi starf.  Vinnutími getur verð breytilegur.  Greitt er með álagi 33% - 55% fyrir kvöld-, nætur- og helgarvinnu.

Til greina kemur allt frá 10% vinnu upp í 80%.  Mögulega er hægt að semja um fastar vaktir eða breytilegar.

Ef þið hafið áhuga á að koma á Grenilund hafið þá samband við Fjólu s. 863 8414 eða með tölvupósti á grenilundur@grenivík.is.

 

Sumarstörf

Okkur vantar einnig duglegt starfsfólk í ýmis störf í sumar í Áhaldahúsi, leikskólanum, íþróttamiðstöð og á Grenilundi

 

Ath.:

Hægt er að sækja um öll störfin á heimasíðu Grýtubakkahrepps, www.grenivik.is undir stjórnsýsla – eyðublöð.