Húsaleigubætur

Markmið með greiðslu húsaleigubóta er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda íbúðarhúsnæðis. Bæjarfélagið sér um greiðslu húsaleigubóta og annast afgreiðslu umsókna. Við útreikning húsaleigubóta er tekið mið af fjárhæð húsaleigu, heimilistekjum, eignum að frádregnum skuldum og framfærslu barna.

Þeir sem leigja húsnæði til íbúðar eiga rétt á húsaleigubótum að því tilskyldu að þeir eigi lögheimili í hinu leigða. Erlendir ríkisborgarar sem eiga lögheimili á Íslandi eiga sama rétt á húsaleigubótum og íslendingar.

Sótt er um húsaleigubætur á þar til gerðum eyðublöðum sem fáanleg eru á skrifstofu Grýtubakkahrepps.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja með umsókn um húsaleigubætur:

  1. Þinglýstur húsaleigusamningur til a.m.k. sex mánaða.
  2. Ljósrit af skattframtölum þeirra sem lögheimili/aðsetur eiga í íbúðinni, staðfest af skattstjóra. Hafi framtölunum verið skilað rafrænt er hægt að senda þau í tölvupósti á gudrun@grenivik.is eða auduradda@grenivik.is.
  3. Ljósrit af launaseðlum þeirra er í íbúðinni búa, fyrir síðustu 3 mánuði.
  4. Staðfesting skóla um nám umsækjanda og/eða börn umsækjanda 20 ára og eldri.

Umsókn er ekki afgreidd fyrr en öll fylgigögn hafa borist.

Sjá einnig