Sveitarstjórnarfundur nr. 353

12.06.2017 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 353

Mánudaginn 12. júní 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar allir mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð svæðisskipulagsnefndar, dags. 18. apríl 2017.

            Lögð fram.

2.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 29. mars 2017.

            Fundargerðin lögð fram.  Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að láta framkvæma úttekt á rekstri leikskóla og skóla eins og nefndin leggur til.

3.  Gásakaupstaður, boð á aðalfund sem verður 13. júní 2017.

            Lagt fram.

4.  Erindi frá Sýslumanni v. rekstrarleyfis fyrir Gestastofu í Laufási, dags. 1. júní 2017.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.

5.  Erindi frá Magna og foreldrafélagi Magna, v. dekkjakurls, dags. í maí 2017.

            Sveitarstjórn bókaði um sparkvöllinn á fundi þann 20. mars.  Í framhaldi af því var gerð úttekt á vellinum og jafnframt ákveðið að fara í endurbætur sumarið 2018.  Málið verður því tekið fyrir við fjárhagsáætlunargerð nú í haust. 

6.  Erindi frá Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur, varðar landspildu, dags. 7. júní 2017.

            Erindinu hafnað og sveitarstjóra falið að svara erindinu.

7.  Málefni sundlaugar, útisvæði og klefar.

            Ingvar Þór Ingvarsson umsjónarmaður fasteigna kom á fundinn og fór yfir mögulegar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið.  Ingvar mun vinna þessar hugmyndir áfram og leggja kostnaðarhugmyndir fyrir sveitarstjórn.

8.  Bygging leiguíbúða.

            Rætt um heiti götunnar sem nýju leiguíbúðirnar verða byggðar við.  Sveitarstjórn samþykkir að gata sú sem sem sumstaðar er nefnd „Kirkjustígur“ muni framvegis heita „Kirkjuvegur“.

Fjóla og Margrét viku af fundi.
Verksamningur við Trégrip ehf., dags. 2.júní, staðfestur.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20:35

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.