Sveitarstjórnarfundur nr. 348

20.03.2017 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 348

Mánudaginn 20. mars 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar allir mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 15. mars 2017.

            Fundargerðin lögð fram.

2.  Fundarboð á aðalfund Norðurorku, haldinn 31. mars 2017.

            Samþykkt að oddviti fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

3.  Boð á málþing, „Vestfirska vorið“, haldið 5.-6. maí 2017.

            Lagt fram.

4.  Erindi frá Félagi lesblindra á Íslandi, dags. 13. mars 2017, styrkbeiðni.

Er félagið að leita eftir styrkjum til að halda ráðstefnu um vanlíðan lesblindra.  Samþykkt að styrkja verkefnið um 10.000 kr.

5.  Frístundastyrkir 2017, reglur.

Staðfestar reglur um frístundastyrki.  Reglurnar verða birtar á heimasíðu hreppsins. Sveitarstjóra falið að útbúa umsóknareyðublað og fylgja málinu eftir.

6.  Bygging leiguíbúða, undirbúningur.

            Benedikt Sveinsson mætti á fundinn og fór yfir hugmyndir að nánari útfærslu á  teikningum.  Benedikt falið að vinna málið áfram og leggja endanlegar teikningar fyrir sveitarstjórn. 

Oddviti leitaði afbrigða að beiðni Haraldar, til að taka lið 7 á dagskrá. 
Afbrigði samþykkt.

7.  Dekkjakurl á sparkvelli
Rætt um ástand sparkvallarnins.  Sveitarstjóra falið að fá sérfræðiálit á ástandi vallarins.  Sveitarstjórn hefur fullan hug á því að koma vellinum í betra lag sem fyrst.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.50

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.