Sveitarstjórnarfundur nr. 343

10.01.2017 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 343

 

Þriðjudaginn 10. janúar 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar voru mættir í upphafi, nema Ásta, sem kom inn á fundinn undir dagskrárlið nr. 6.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

 

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 16. des. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.  Í lið nr. 12 er fjallað um umsögn sambandsins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.  Sveitarstjórn telur að kynna hefði átt málið betur fyrir sveitarfélögum, og hvetur stjórn sambandsins til að gæta að hagsmunum allra sveitarfélaga.  Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið sem fram koma í umsögn Fjarðarbyggðar um umrætt frumvarp og telur mikilvægt að samræmi sé í lögum er varða skipulagsmál.

                       

2.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 16. des. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.

 

3.  Fundargerð byggingarnefndar, dags. 15. des. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.

           

4.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 30. nóv. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.  Í lið nr. 2 er fjallað um stefnumótun í ferðaþjónustu.  Sveitarstjórn stefnir að því að stefnumótun fyrir sveitarfélagið verði unnin samhliða vinnu við svæðisskipulag ferðaþjónustu á Norðurlandi eystra, sem verður unnin á vegum Eyþings.

 

5.  Ráðning skipulags- og byggingarfulltrúa, kynning.

            Sveitarstjóri kynnti nýráðinn skipulags- og byggingafulltrúa, Vigfús Björnsson.

 

6.  Bygging leiguíbúða.

            Sveitarstjórn vinnur að undirbúningi byggingar  2-3 íbúða, stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar.

           

Oddviti leitar afbrigða til að taka fyrir lið nr. 7.

            Afbrigði samþykkt.

 

7.  Málefni Reykjavíkurflugvallar.

            Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun bæjarráðs Akureyrar frá 5. janúar um sjúkraflug og s.k. neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt og fundi slitið kl.20.00.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.