Sveitarstjórnarfundur nr. 334

15.08.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 334

Mánudaginn 15. ágúst 2016,  kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. júní 2016.

Lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 4. ágúst 2016.

Lögð fram.

3.  Fundargerð byggingarnefndar, dags. 21. júní 2016.

Fundargerðin lögð fram.  Í 1.lið er Jónína F. Jóhannesdóttir að sækja um leyfi til að byggja gestahús á Grýtubakka 3.

4.  Fundargerð framkvæmdastjórnar Byggingafulltrúa Eyjafjarðar dags. 12. júlí 2016,  - ársreikningur og gjaldskrá.

Fundargerðin og ársreikningurinn lögð fram og gjaldskráin staðfest.

5.  Erindi frá Velferðarvaktinni, hvatningarbréf dags. 9. ágúst 2016.

Lagt fram.  Velferðarvaktin er að hvetja sveitarfélög til að halda kostnaðarþátttöku foreldra við ritfangakaup grunnskólabarna í lágmarki.  Nú þegar hefur Grenivíkurskóli stigið skref í átt til minni kostnaðarþátttöku við ritfangakaup.  Málið verður tekið fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

6.  Erindi frá jafnréttisstofu, boð á ráðstefnu og landsfund jafnréttisnefnda 15. og 16. sept. 2016.

Lagt fram.  Margrét Melstað fer sem fulltrúi Grýtubakkahrepps á fundinn.

7.  Erindi frá Íbúðalánasjóði, framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir, dags. 13. júlí 2016.

Lagt fram.

8.  Erindi frá Eyþingi, aðgerðaáætlun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.

Lagt fram.

9.  Erindi frá skólastjóra, hádegisgæsla nemenda á komandi vetri, dags. 10. ágúst 2016.

Samþykkt að styrkja ferðasjóð nemenda um 60.þúsund krónur vegna hádegisgæslu nemenda næsta vetur.

10.  Samningur um stöðuleyfi fyrir fjárrétt, dags. 27. júní 2016.

Sveitarstjóri lagði fyrir fundinn þinglýstan samning um stöðuleyfi fyrir fjárréttina sem risin er á Glúfuráreyrum.

11.  Samningur um landleigu í Hvammi, afnot túna, dags. 1. júní 2016.

Staðfestur samningur við Guðjón Þórsteinsson um landleigu í Hvammi.

12.  Samningur við Norðurorku, tilraunaverkefni um bætta nýtingu á heitu vatni í Reykjaveitu, dags. 27. júlí 2016.

Samningurinn staðfestur.

13. Trúnaðarmál.

Bókað í trúnaðarbók.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.30

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.