Sveitarstjórnarfundur nr. 328

11.04.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 328

Mánudaginn 11. apríl 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar voru allir mættir, einnig sat sveitarstjóri   fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00. 

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 18. mars 2016.

Lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 9. mars 2016.

Lögð fram.

3.  Fundargerð heilbrigðisnefndar Nle., dags. 9. mars 2016.

Lögð fram.

4.  Fundargerð frá Símey, vinnufundur um hagnýtingu ímyndunaraflsins, dags. 22. mars 2016.

Lögð fram.

5.  Ályktun frá ráðstefnunni „Ungt fólk og lýðræði“ dags. 18. mars 2016.

Lögð fram.

6.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits, dags. 5. apríl 2016.

Oddviti aflar frekari gagna.  Afgreiðslu frestað.

7.  Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, skýrsla um úrgangsmál, dags. 5. apríl 2016.

Sveitarstjóri bíður viðbragða frá Flokkun ehf.  Afgreiðslu frestað.

8.  Erindi frá Skipulagsfulltrúa, uppsögn samnings um þjónustu, dags. 31. mars 2016.

Uppsögnin móttekin.  Sveitarstjóra falið að skoða möguleika í stöðunni og leggja fyrir sveitarstjórn.

9.  Erindi frá Stefáni Sævarssyni, v. leyfi fyrir viðbyggingu og lóðaruppdráttur, dags. 5. apríl 2016.

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi lóðaruppdrátt, unninn af Búgarði 13.11.2014 og samþykkir viðbygginguna fyrir sitt leyti, stærð viðbyggingar er 31 fm. og mesta hæð 4,22 m.

10.  Erindi frá Ferðafélaginu Fjörðungi, v. uppbyggingar og nýtingar skála að Gili, dags. 6. apríl 2016.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

11. Landbótaáætlun fyrir afrétti Grýtubakkahrepps 2016 – 2025.

Áætlunin staðfest.


Fleira var ekki tekið fyrir.  Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.50

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.