Sveitarstjórnarfundur nr. 325

22.02.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 325

Mánudaginn 22. febrúar 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar voru allir mættir.

Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð heilbrigðisnefndar Nl. eystra, dags. 3. feb. 2016.

Lögð fram.

2.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 20. janúar 2016.

Lögð fram.

3.  Málefni Reykjavíkurflugvallar.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps  skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að  tryggja öryggishagsmuni landsmanna allra sem og ferðamanna með óskertri starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Skorað er á þessa aðila að draga ekki með gjörðum sínum úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta.

Mikilvægt er að aðgengi að öflugustu heilbrigðisþjónustu landsmanna sé tryggt öllum og ber ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn höfuðborgar landsins skylda til að tryggja þetta aðgengi.

Einnig  er bent á að megnið af stjórnsýslu landsins er staðsett í Reykjavík, sem og þjónusta við atvinnulífið í landinu.  Gott aðgengi að þeirri þjónustu er því afar mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðanna. 

4.  Þjónustumiðstöð Grýtubakkahrepps.

Farið yfir hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi þjónustumiðstöðvar.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl.  19.47

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð