Sveitarstjórnarfundur nr. 315

21.09.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 315

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps kom saman til fundar á skrifstofu hreppsins, mánudaginn 21. september 2015.  Mættir voru allir aðalfulltrúar, einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Dagskrá:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 11. sept 2015.

Lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 26. ágúst 2015.

Lögð fram.

3.  Fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurl. Eystra, dags. 24. júní og 2. sept. 2015.

Lagðar fram.

4.  Fundargerð byggingarnefndar, dags. 15. sept 2015.

Lögð fram.

5.  Boð á Umhverfisþing 2015, sem verður haldið 9. okt. 2015.

Lagt fram.

6.  Boð á ráðstefnuna „Frítíminn er okkar fag“ sem haldin verður 16. okt. 2015.

Lagt fram.

7.  Boð á ráðstefnuna „Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni“ sem haldin verður 26. okt. 2015.

Lagt fram.

8.  Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands v. Flugklasans Air66N, dags. 11. sept. 2015.

Samþykkt að Grýtubakkahreppur verði áfram aðili að verkefninu árið 2016 og leggi til sem nemur 300 kr/íbúa.

9.  Erindi frá SJBald ehf., vegna leyfis til reksturs orlofshúss á Grýtubakka I, dags. 15. sept. 2015.

Seitarstjórn gerir ekki athugasemd við erindið.

10.  Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti, staða mála og framhald.

Sveitarstjóri og oddviti fóru yfir stöðuna í samstarfi við sveitarfélaganna Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar og Hörgársveitar um skipulags- og byggingafulltrúaembættið.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

11.  Fundur sveitarstjóra og oddvita með fjárlaganefnd 23. sept. 2015.

Farið yfir áherslur fyrir fundinn.

12.  Ráðning leikskólastjóra við Krummafót.

Starfið var auglýst og barst ein umsókn, frá Margréti Ósk Hermannsdóttur.  Samþykkt að óska eftir umsögn frá fræðslu- og æskulýðsnefnd.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

13.  Leiguíbúðir sveitarfélagsins og húsnæðismál.

Sveitarstjóra falið að fá fasteignasala til að verðmeta nokkrar íbúðir í eigu hreppsins með sölu í huga.

14.  Fjármál sveitarfélagsins, staða 2015 og fjárhagsáætlun 2016 – 2019.

Farið yfir stöðu mála og vinna við fjárhagsáætlun undirbúin.


Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykk.  Fundi slitið kl. 21.00

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.