Sveitarstjórnarfundur nr. 308

20.04.2015 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 308

Mánudaginn 20. apríl 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar, einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.


Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerðir Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 17.9.2014, 26.11.2014 og 25.3.2015.

Lagðar fram.

2.  Fundargerðir  afmælisnefndar Laufáskirkju, dags. 20.11.2014, 22.1.2015 og 19.3.2015.

Lagðar fram.

3.  Fundargerðir stjórnar Teru ehf., dags. 21.8.2014 og 4.11.2014.

Lagðar fram.

4.  Fundarboð á aðalfund Sparisjóðs Höfðhverfinga fyrir árið 2014, dags. 30.4.2015.

Ákveðið að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

5.  Erindi frá Sýslumanninum á Nl. eystra, dags. 13. apríl 2015, v. rekstrarleyfis f. gistingu að Túngötu 9b.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

6.  Erindi frá Útgerðarminjasafninu á Grenivík, dags. 31. mars 2015.

Samþykkt að styrkja útgerðarminjasafnið um 100.000 kr.

7.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2014, seinni umræða.

Lagður fram ársreikningur, ásamt endurskoðunarskýrslu og staðfestingarbréfi stjórnenda.  Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

                                                  Sveitarsjóður A hluti             A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls                              304.381                                  375.397

Rekstrargjöld alls                               322.500                                  390.189

Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld)             7.943                                      1.601

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)             (10.175)                                  (13.192)


Eigið fé í árslok                                                                                407.229  (60,7%)

Ársreikningur samþykktur og undirritaður.

 

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá liði nr. 8 og 9.

Afbrigði samþykkt.

8.  Erindi frá Sýslumanninum á Nl. eystra, dags. 20. apríl 2015, v. rekstrarleyfis f. Kontorinn, veitingarekstur að Túngötu 1-3.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

9.  Erindi frá Byggingarfulltrúa dag. 20. apríl 2015, v. erindis frá Sigurði Þengilssyni, v. byggingar aðstöðuhúss að Sunnuhlíð 10.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.43

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.