Sveitarstjórnarfundur nr. 303

02.02.2015 09:39

Mánudaginn 2. febrúar 2015 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins í Grýtu.  
Mættir voru allir aðalfulltrúar, einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerðir 2ja stjórnarfunda Eyþings, dags. 19. nóv. 2014 og 17. des. 2014.Lagðar fram.

2.  Fundargerðir 2ja funda Heilbrigðisnefndar Nl.svæðis eystra, dags. 12. nóv. 2014 og 18. des. 2014.Lagðar fram.

3.  Fundargerð hluthafafundar Túns ehf., dags. 15. jan. 2015.Lögð fram.

4.  Fundargerðir Atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 26. nóv. 2014 og 14. jan. 2015.Lagðar fram.  Varðandi 5.lið í seinni fundargerðinni þá hefur sveitarstjórn í hyggju að móta stefnu varðandi ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.  Varðandi 6.lið þá er sveitarstjóra falið að skoða raunhæfa möguleika á lengingu opnunar á sundlauginni.

5.  Erindi frá Greiðri Leið ehf., hlutafjáraukning, dags. 13. jan. 2015.Samþykkt að auka hlutafé Grýtubakkahrepps um 8.068 kr.  Verður þetta tekið af handbæru fé.

6.  Erindi frá Flokkun Eyjafjarðar, fundarboð, dags. 21. jan. 2015.Samþykkt að sveitarstjóri fari á fundinn.

7.  Erindi frá skólastjóra Grenivíkurskóla v. hádegisgæslu nemenda, dags. 22. jan. 2015.Samþykkt að styrkja ferðasjóð nemenda um 55.000 kr. vegna hádegisgæslunnar.

8.  Erindi frá ferðasjóði Grenivíkurskóla v. fjáröflunarverkefnis við vorhreinsun á Grenivík, dags. 28. jan. 2015.Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

9.  Breyting á stjórn Útgerðarminjasafnsins, skipun nýs stjórnarmanns.Elín Sigurðardóttir gengur úr stjórn og Margrét Jóhannsdóttir skipuð í hennar stað.

10.  Skipun fulltrúa og varafulltrúa í Fulltrúaráð Eyþings.Samþykkt að skipa sveitarstjóra sem fulltrúa Grýtubakkahrepps í fulltrúaráð Eyþings.  Ásta F. Flosadóttir er skipuð varafulltrúi í ráðið.

11.  Starfssamningur sveitarstjóra, viðauki.Viðaukinn samþykktur.

12.  Fundargerð stjórnar Byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar, dags. 29. jan. 2015.Lögð fram.

13.  Fundarboð, stofnfundur Skipulags- og Byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs., 13. feb. 2015.Fundurinn verður haldinn á Grenivík.  Samþykkt að sveitarstjóri og oddviti fari á fundinn.  Oddviti fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

14.  Snjómokstursreglur, yfirferð.Farið yfir reglurnar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samvinnu við verkstjóra.

15.  Bygging leiguíbúða, undirbúningur.Ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum verktökum í forval.


Fleira ekki tekið fyrir.  
Fundargerð ritaði Ásta F. Flosadóttir.  
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 20.05