Sveitarstjórnarfundur nr. 292

08.09.2014 00:00

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 26. ágúst 2014.
Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 13. ágúst 2014.
Fundargerðin lögð fram.

3. Erindi frá sóknarnefnd dags. 20. ágúst 2014, 150 ára afmælisnefnd Laufáskirkju.
Er sóknarnefndin að óska eftir fulltrúa til setu í afmælisnefndinni.  Samþykkt að Margét Melstað verði fulltrúi Grýtubakkahrepps í nefndinni.

4. Erindi frá Þórunni Lúthersdóttur dags. 29. ágúst 2014. Krakkahopp.
Erindinu hafnað.

5. Bréf frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur dags. 19. ágúst 2014, 100 ára kosningaréttur kvenna.
Lagt fram.

6. Bréf frá Orkustofnun dags. 14. ágúst 2014, framlenging á leyfi Melmis.
Orkustofnun er að tilkynna framlengingu leyfis til málmleitar. Lagt fram.

7. Bréf frá Jafnréttisstofu dags. 2. september 2014, Skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum.
Vísað til félagsmála- og jafnréttisnefndar.

8. Leiðarþing menningarráðs Eyþings 20. sept. 2014.
Lagt fram.

9. Erindi frá Benedikt og Kristínu í Ártúni frá 5. sept. 2014, umsókn um leyfi til byggingar gestahúss.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10.  Skammtímalán til Teru.
Sveitarstjórn staðfestir 10 miljóna kr. skammtímalán til Teru ehf.

11.  Skipulags -og byggingarfulltrúaembætti fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp, drög að samþykktum.
Drögin rædd og sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

12.  Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grýtubakkahreppi.Farið yfir siðareglurnar og þær staðfestar.  
Siðareglurnar má lesa á heimasíðu Grýtubakkahrepps.

13.  Neysluvatnsmál, staðan.
Sveitarstjóri fór yfir stöðuna á neysluvatni Grenvíkinga.  Búið er að ganga frá nýju vatnsbóli í Grenivíkurfjalli.  Bólið verður tengt við vatnsveituna á næstu vikum.

14.  Matjurtagarðar á Grenivík.
Nokkrir íbúar hafa lýst yfir áhuga á matjurtagörðum.  Rætt um mögulega staðsetningu.  Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.  

15.  Útleiga á rjúpnalandi.
Samþykkt að bjóða út rjúpnaveiði í Hvammslandi til tveggja ára.  Sveitarstjóra falið að sjá um framkvæmd útboðsins.  

Oddviti leitaði afbrigða til að taka 16. og 17. lið á dagskrá.  Afbrigði samþykkt.  

16. Ráðning leikskólastjóra.
Sveitarstjóra falið að ganga frá tímabundinni ráðningu Margrétar Óskar Hermannsdóttur sem leikskólatjóra næsta ár.

17. Umsókn um framkvæmdaleyfi til Norðurorku vegna hitaveitulagningar í Hól og Höfða.
Sveitarstjórn samþykkir leyfið fyrir sitt leyti.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.40. Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.