Sveitarstjórnarfundur nr. 289

07.07.2014 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 289

Mánudaginn 7. júlí 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Mætt voru Ásta F. Flosadóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Haraldur Níelsson, Margrét Melstað og Sigurbjörn Jakobsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Skipting áætlaðs launakostnaðar hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar  fyrir haustönn 2014. Eiríkur Stephensen, skólastjóri T.E.  kom á fundinn og fór yfir málefni T.E.  Eiríkur mun senda endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir næsta fund.  Afgreiðslu frestað. 

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 10. júní 2014. Lögð fram.

3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 1. júlí 2014. Í lið nr. 1 er Þórður Jakobsson, Stórasvæði 3 að sækja um leyfi til að byggja sólskála við Stórasvæði 3. Í lið nr. 2 er Guðjón Þórsteinsson að sækja um leyfi til að byggja fjárhús á jörðinni Bárðartjörn. Í lið nr. 3 er Þórarinn Pétursson að sækja um leyfi til að byggja íbúðarhús á jörðinni Grund. Í lið nr. 4 er Fjarskipti hf. að sækja um leyfi fyrir tækjaskýli og fjarskiptamastri á lóð úr jörðinni Laufási.  Erindin voru samþykkt af byggingarnefndinni.  Lagt fram.

4. Breyting á aðalskipulagi  Grýtubakkahrepps 2010-2022 og nýtt deiliskipulag við Akurbakkaveg. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingunnar hefur verið auglýst með dreifibréfi  og á heimasíðu Grýtubakkahrepps. Einnig lá hún frammi á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Hún hefur verið send Skipulagsstofnun og Heilbrigðsieftirliti til umsagnar.   Einnig var breytingartillagan kynnt á opnu húsi miðvikudaginn 25. júní sl. á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Engar athugasemdir bárust við lýsinguna.   Samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna  eftir að hún hefur verið send  til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða.

5. Aðalfundur Teru ehf. 24. júlí 2014.  Samþykkt að Haraldur Níelsson fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

6. Bréf frá Vegagerðinni, dags. 11. júní 2014. Er verið að tilkynna um 500 þús. kr. úthlutun til styrkvega í Grýtubakkahreppi.  Upphæðinni verður varið til lagfæringa á Látrastrandarvegi.

7. Bréf frá Menningarráði Eyþings, dags. 27. maí 2014. Er verið að tilkynna um úthlutun vegna „ kvikmyndar um Látra-Björgu“ 600 þús. kr.  Lagt fram.

8. Kosning fjallskilastjóra Grýtubakkahrepps.  Þórarinn Ingi Pétursson kjörinn fjallskilastjóri 2014-2018.

9. Kosning í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar.  Samþykkt að Elisabeth J. Zitterbart á Ytri Bægisá II sé kjörinn fulltrúi fyrir Grýtubakkahrepp, Svalbarðstrandarhrepp, Eyjarfjarðarsveit og Hörgársveit. Sigmundur Guðmundsson Kristnesi er kjörinn varamaður.

10.Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.  Lagt fram.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19.00.  
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.