Sveitarstjórnarfundur nr. 283

06.05.2014 14:06


Sveitarstjórnarfundur nr. 283

Mánudaginn 5. maí 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Sigurbjörn Jakobsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Umsókn um rekstarleyfi fyrir Jónsabúð ehf, (veitingahús) dags. 2. maí 2014. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2. Bréf frá Þórði Jakobssyni, dags. 2. maí 2014. Er hann að sækja um leyfi til að reisa sólskála við Stórasvæði 3 á Grenivík. Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki annarra húseigenda í Stórasvæði 3.

3. Aðalfundur Tækifæris hf., 14. maí 2014. Samþykkt að Jón Helgi fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

4. Kjörskrá í Grýtubakkahreppi. Samþykkt að fela oddvita að yfirfara kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga sem haldnar verða 31. maí næstkomandi.

5. Vettvangsferð á tjaldstæði. Tjaldstæði og væntanlegir göngustígar skoðaðir.

6. Lóð vegna fjarskiptamasturs við Laufás. Afbrigði samþykkt til að taka á dagskrá beiðni um samþykki lóðar fyrir fjarskiptamastur í landi Laufáss. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:00.



GRÝTUBAKKAHREPPUR                   Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 414-5400                       Fax 414-5409 – Netfang sveitarstjori@grenivik.is