Sveitarstjórnarfundur nr. 280

24.03.2014 15:40

Sveitarstjórnarfundur nr. 280

Mánudaginn 24. mars 2014 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 15. janúar og 19. febrúar 2014. Lagðar fram.

2. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2013, fyrri umræða. Fyrri umræðu lokið.

3. Minnispunktar varðandi vatnsmál á Grenivík, dags 19 mars 2014. Lagðir fram minnispunktar frá sveitarstjóra varðandi úrbætur á kaldavatnsmálum en komið hefur fram mengun í eldra vatnsbóli á Grenivík. Í minnispunktunum koma fram hugsanlegar tilögur til úrbóta. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.

4. Íbúaþing. Rætt um að halda íbúaþing í apríl.  Sveitarstjóra falið að gera tillögu að dagskrá og fundartíma.

5. Bréf frá Hólmfríði Hermannsdóttur, leikskólastjóra, dags. 19. mars 2014. Bréfið fjallar um nýja heimasíðu fyrir leikskólann Krummafót og kostnað við hana. Samþykkt að veita fjármagn vegna nýrrar heimasíðu upp á kr. 52.000-. Fjármagn verður tekið af eigin fé.

6. Trúnaðarmál. Fært í þartilgerða bók.

7. Fjarskiptastöð í landi Laufáss. Fyrirhugað er að setja upp fjarskiptastöð í landi Laufáss í Grýtubakkahreppi á vegum Vodafone. Stöðin á að laga gsm samband og útvarpsskilyrði í sveitarfélaginu. Samþykkt að leggja til kr. 500.000- í verkefnið. Fjármagn verður tekið af eigin fé.

8. Bréf frá Hákoni Fannari Ellertssyni, íþróttakennara Grenivíkurskóla, dags. 19.02.2014. Er hann að fara fram á afslátt af þrekkortum fyrir starfsfólk Grenivíkurskóla. Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

9. Tölvupóstur frá félagi eldri borgara í Grýtubakkahreppi, dags. 19. febrúar 2014. Er verið að leita eftir hvort eldri borgarar geti fengið sali sem eru á vegum Grýtubakkahrepps án endurgjalds. Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska eftir því að stjórn Ella komi á sveitarstjórnarfund og fari yfir málin með sveitarstjórn.

10. Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og Bréf frá HSÞ dags 14. febrúar 2014. Bréfið fjallar um styrkbeiðni vegna Landmóts 50+ og aldarafmælis HSÞ. Erindinu hafnað.


Fundi slitið kl. 20:00.