Sveitarstjórn

18.11.2013 14:30


Sveitarstjórnarfundur nr. 272


Mánudaginn 18. nóvember 2013 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.


Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Höfðagata 1 skoðuð. Framkvæmdir eru vel á veg komnar og er reiknað með afhendingu annarrar íbúðarinnar 1. desember næstkomandi. Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með hvernig til hefur tekist við bygginguna.

2. Sameiginlegur skipulagsfulltrúi. Farið yfir hugmyndir varðandi ráðningua á sameiginlegum  skipulagsfulltrúa með Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppi. Einnig farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun embættisins.  Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að ráðningu sameiginlegs skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir fyrrgreind sveitarfélög.

3. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2014-2017, seinni umræða. Húsvörður íþróttamiðstöðvar, skólastjóri Grenivíkurskóla og forstöðumaður Grenilundar lögðu fram áætlanir fyrir sínar stofnanir. Einnig kom stjórn Útgerðaminjasafnsins á Grenivík á fundinn. Samþykkt að seinni umræðu verði fram haldið á næsta fundi sveitarstjórnar.

4. Gjaldskrár í Grýtubakkahreppi. Samþykkt að árgjald samkvæmt samþykkt Grýtubakkahrepps um hunda- og kattahald verði kr. 3.500,-, sbr. fundargerð frá 5. nóvember 2013.

5. Bréf frá stjórn Snorrasjóðs, dags. 4. nóv. 2013. Er verið að fara fram á stuðning við Snorraverkefnið 2014 en það stendur fyrir móttöku á ungmennum að íslenskum ættum frá Vesturheimi. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 15.000-.

6. Bréf frá Eyþingi, dags. 4. nóv. 2013. Er verið að fara fram á skipun varamanns í fulltrúaráð Eyþings en þar sem sveitarstjóri er í stjórn Eyþings er hann sjálfkrafa aðalmaður í ráðinu. Samþykkt að skipa Jón Helga sem varamann.

7. Umsókn um rekstrarleyfi að Sunnuhlíð 12, frístundabyggð á Grenivík. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:06.

GRÝTUBAKKAHREPPUR
Gamla skólanum – 610 Grenivík – Sími 463 3159
Fax 463 3269 – Netfang sveitarstjori@grenivik.is