Sveitarstjórn

23.07.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 266

Þriðjudaginn 23. júlí 2013 kom sveitartjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Sigurbjörn Jakobsson en í hans stað sat Heimir Ásgeirsson fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem  hófst kl. 13:30.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 14.000.000 kr.  til 21 árs, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við leikskóla, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Guðnýju Sverrisdóttur kt. 150952-7519, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

2. Aðalfundur Sæness ehf. fyrir árið 2012 verður haldinn í Gamla skóla fimmtudaginn 25. júlí kl. 20.30. Samþykkt að Jón Helgi fari með atkvæði Grýtubakkahrepps á fundinum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:45.