Sveitarstjórn

24.06.2013 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 264.

Mánudaginn 24. júní kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn mættir nema Jóhann Ingólfsson en í hans stað sat Heimir Ásgeirsson fundinn sem hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 6. júní 2013. Einnig lögð fram skólaskýrsla Grenivíkurskóla fyrir skólaárið 2012-2013.
Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð landbúnaðarnefndar frá 4. júní 2013.
Fundargerðin samþykkt.  Ákveðið þó að hrossasleppingar verði leyfðar frá 1. júlí og að lagt verði til efni í stutta rafgirðingu við Grenjá.

3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 18. júní 2013. Í lið 1 er Sveinn Jóhannesson, Hóli, Grýtubakkahreppi að sækja um leyfi til að rífa gömul fjárhús og byggja ný á sama stað.  Fundargerðin lögð fram.

4. Tölvupóstur frá Gísla Gunnari Oddgeirssyni, dags. 21. júní 2013. Er hann að óska eftir því að vera leystur undan störfum í fræðslu- og æskulýðsnefnd.  Erindið samþykkt og Juliane Kreutz skipuð í nefndina í hans stað.  Hinrik Haukson er skipaður 2. varamaður.

5. Skipting launakostnaðar í TE á haustönn 2013. Lagðar fram mismunandi útfærslur á kennslukostnaði á haustönn 2013.  Samþykkt að fara eftir tillögu A, þ.e. að nemendur fái það nám sem þeir sóttu um.

6. Leiga á hestahólfum.
Lagðir fram samningar milli eftirtaldra aðila:
Grýtubakkahrepps og Ingólfs Björnssonar og Ingvars Þórs Ingvarssonar.
Grýtubakkahrepps og Soffíu Daðadóttur.
Samningarnir samþykktir.  Fjóla vék af fundi undir þessum lið.

7. Erindi frá íþróttafélaginu Magna, áður tekið fyrir 6. maí 2013.
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna frá Magna.

8. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 6. júní 2013. Er verið að kynna námsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Skotlands.
Lagt fram.

9. Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sumarhús á Nolli í Grýtubakkahreppi, dags. 6. apríl 2013 .
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10. Eyðing á  lúpínu.
Lagðir fram minnispunktar frá sveitarstjóra varðandi eyðingu á lúpínu.  Samþykkt að gera tilraun með að eitra á afmörkuðu svæði, síðan verði gerð áætlun um kostnað við útrýmingu lúpínunar og ákvörðun tekin í framhaldi af því.

11. Starfsmannamál.
Rætt um starfsmannamál.

12. Laun í vinnuskóla sumarið 2013. Samþykkt að laun í vinnuskóla verði sem hér segir:
                                            Mán.laun                         dagvinna                               yfirvinna
        
14 ára                                      82.729                           477,35                                  859,14
15 ára                                      95.457                           500,79                                  991,32
16 ára                                     145.264                          838,17                                   1.508,57

Greitt er 20% álag fyrir slátt með orfi.

13. Viðauki við fjárhagsáætlun.
Eftirfarandi viðauki samþykktur í þús. kr.:
Lykill                                  Fjárhagsá .                  Fjárhagsá.m.við.
1061-495519, snjó. aðkeypt.        920                          3.000
1061-498519, snjó. innri           5.200                          8.200
4316-4960, fráveita                     416                          1.000

Viðauki samþykktur og breyting tekin af handbæru eigin fé.

14. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 31. maí 2013.  Í bréfinu eru leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.  Lagt fram.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20.