Sveitarstjórn

09.01.2012 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 235

Mánudaginn 9. janúar 2012 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir sveitarstjórnarmenn voru mættir til fundarins að Sigurði Jóhannssyni frátöldum, en Sigurbjörn Þór Jakobsson sat fundinn í hans stað. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Tölvupóstur frá Sigurði Jóhannssyni, dags 6. janúar 2012.
Er Sigurður að fara fram á lausn frá störfum í sveitarstjórn og atvinnu- og þróunarnefnd þar sem hann er fluttur úr sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir lausn Sigurðar og þakkar honum samstarfið. Sigurbjörn Þór Jakobsson, fyrsti varamaður, tekur sæti Sigurðar sem aðalmaður í sveitarstjórn. Samþykkt að Sigurbjörn taki sæti Sigurðar í samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar og að Jóhann taki sæti hans í atvinnu- og þróunarnefnd.

2. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 8. desember 2011. 
Fundargerðin samþykkt.  Sveitarstjóra falið að gera tillögu að hringakstri við Grenivíkurskóla og að undirbúa hönnun á viðbyggingu við leikskólann Krummafót.

3. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar
frá 7. desember 2011. Fundargerðin lögð fram.

4. Bréf frá Guðna Sigþórssyni slökkviliðsstjóra dags. 5. desember 2011.
Er Guðni að fara fram á stækkun á húsnæði slökkvistöðvarinnar. Oddvita falið að ræða við slökkviliðsstjóra um hvaða kostir séu í stöðunni.

5. Bréf frá sveitarfélaginu Skagafirði dags. 2. desember 2011.
Í bréfinu er ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra. Lagt fram.

6. Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags. 21. desember 2011. 
Í bréfinu er tilkynnt að Grýtubakkahreppur hafi fengið úthlutað byggðakvóta sem nemur 182 þorskígildistonnum. Sveitarstjórn samþykkir að gera eftirfarandi tillögu að skilyrðum fyrir úthlutun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
a) C-liður 1. gr. reglugerðar frá 21. desember 2011, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2011/2012, fellur niður.
b) 55 þorskígildistonnum skal skipta jafnt milli fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr.sömu reglugerðar.
c) 127 þorskígildistonnum verði skipt hlutfallslega á þau sömu skip miðað við úthlutað aflamark á grundvelli aflahlutdeildar í bolfiski 1. september 2011 í þorskígildum talið.
d) skilyrði fyrir úthlutun er að afla sé landað á Grenivík.
Að öðru leyti verði farið eftir reglugerð frá 21. desember 2011, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu
Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

7. Tölvupóstur frá Örlygi Hnefli Jónssyni dags. 27. desember 2011.
Er verið að fara fram á girðingu milli jarðanna Bárðartjarnar og Hvamms í Grýtubakkahreppi skv. girðingarlögum nr. 135/2001. Sveitarstjórn mun ekki skorast undan skyldum sínum samkvæmt umræddum lögum en bendir á að m.a. sé um óskipt land að ræða og nauðsynlegt að fyrir liggi samþykki allra landeigenda.

8. Gjaldskrá fyrir förgun dýrahræja.
Gjaldskrá sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 19/12/2011 staðfest.

9. Ákvörðun um útsvarsprósentu í Grýtubakkahreppi 2012.
Samþykkt að útsvarsprósenta fyrir Grýtubakkahrepp árið 2012 verði 14,48%.

10. Lýsing á frístundalóðum að Grýtubakka I. 
Sveitarstjórn samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti.

11. Þriggja ára áætlun Grýtubakkahrepps 2013-2015.
Fyrri umræðu lokið.

12. Ímyndarvinna. 
Umræðu frestað.

13. Markaskrá.
Leitað afbrigða til að taka fyrir munnlegt erindi frá Ólafi Vagnssyni vegna útgáfu nýrrar markaskráar. Samþykkt að fylgja áliti landbúnaðarnefndar sem felur í sér að fjármörk í Grýtubakkahreppi verði skráð í markaskrá Eyjafjarðar. Allir sveitarstjórnarmenn voru þessu fylgjandi að frátalinni Ástu Flosadóttur sem var fylgjandi því að mörkin yrðu áfram skráð í markaskrá Þingeyjarsýslu.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:00.