Sveitarstjórn

04.04.2011 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 230

Mánudaginn 4. apríl 2011 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:


1. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar frá 16. mars 2011. 
Fundargerðin samþykkt.  Sveitarstjóra falið að ræða við Vegagerðina
varðandi upplýsingaskilti.

2. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar
frá 28. febrúar 2011.
  Lagt fram.

3. Ársreikningur Grýtubakkahrepps, seinni umræða.
Helstu niðurstöðutölur eru þessar í þús. kr.
                                     Sveitarsjóður A hluti     Samantekt A og B hl.
Rekstrartekjur           233.058                           288.286
Rekstrargjöld            238.019                           288.749
Fjárm.t og fjárm.gj.       9.335                                   202
Rekstrarniðurst.           4.374                                  (261)

Kristinn Ásmundsson, skoðunarmaður, kom á fundinn. 
Síðari umræðu lokið.  Ársreikningur fyrir árið 2010 samþykktur
og undirritaður.

4. Kjörskrá Grýtubakkahrepps fyrir kosningarnar 9. apríl 2011.
Kjörskráin yfirfarin

5. Förgun dýrahræja.
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um mismunandi kosti á förgun
dýrahræja í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að vinna áfram
að málinu.

6. Minnkaátak í Eyjafirði.
Sveitarstjóri upplýsti að á sameiginlegum fundi sveitarstjóra á Dalvík
sl. laugardag var ákveðið að fara fram á við AFE að sjá um utanumhald
á minkaleit í Eyjafirði. Einnig er verið að skoða hvernig kostnaður
skiptist milli sveitarfélaganna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:25.