Sveitarstjórn

20.12.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 215

Mánudaginn 20. desember kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman
til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndar-
menn mættir ásamt Sigurbirni Þór Jakobssyni sem tók þátt í afgreiðslu
fjárhagsáætlunar. Fundurinn hófst kl.17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18 frá 3. desember 2010.
Fundargerðin lögð fram og fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 samþykkt.

2. Gjaldskrá mötuneytis grunnskóla.
Samþykkt að mánaðargjald í mötuneyti Grenivíkurskóla frá og með
1. janúar 2011 verði kr. 4.500.

3. Gjaldskrá leikskóla.
Samþykkt að hækka leikskólagjöld (dvalartímann) um 10% frá og
með 1. janúar 2011. Breytingin er í samræmi við hækkun
leikskólagjalda á Akureyri frá sama tíma. Samþykkt að breyta ekki
gjaldskrá fyrir fæði að svo stöddu.

4. Framtíðarskipulag sorphirðu í Grýtubakkahreppi.
Samþykkt að ganga til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands
um sorpþjónustu í sveitarfélaginu á grundvelli tilboðs.

5. Meðferð dýrahræja.
Rætt um mögulegar leiðir varðandi meðferð dýrahræja.
Samþykkt að skoða nánar möguleika í stöðunni.

6. Bréf frá Ferðafélaginu Fjörðungi dags. 15. des. 2010. 
Verið er að óska eftir niðurfellingu fasteignagjalda fyrir árið 2011
hjá Grýtubakkahreppi af sæluhúsinu á Látrum og slysavarnaskýlinu
á Þönglabakka. Samþykkt að styrkja félagið sem nemur
fasteignagjöldum 2011.


7. Fjárhagsáætlun 2011, seinni umræða.
Tekið var fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hvammi varðandi
styrkumsókn. Tekið var tillit til erindisins við afgreiðslu
fjárhagsáætlunarinnar. Seinni umræðu lokið.
                                     A hluti         Samstæða
Tekjur                         307.710      388.280
Gjöld                         -315.507     -389.285
Fjármagnsliðir              8.032                19
Rekstrarniðurstaða         235            -986
Fjárfestingar                30.600        32.600
Allar tölur eru í þúsundum króna
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 samþykkt.
Sigurbjörn tók þátt í afgreiðslu fjárhagsáætlunar sem viðkom
fjárhag Grenivíkurskóla og Grenilundar.
Ásta og Fjóla viku sæti í þeim tilfellum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:30.