Sveitarstjórn

29.11.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 213

Mánudaginn 29. nóvember 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir auk fyrsta varamanns Sigurbjörns Jakobssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar Grýtubakkahrepps
frá  22. nóvember 2010.
 
Fundargerðin samþykkt.

2. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps
frá 24. nóvember 2010.
 
Fundargerðin samþykkt.  Tillögu um fjárveitingu til kynningarmála er
vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Varðandi endurbætur á heimasíðu
beinir sveitarstjórn því til nefndarinnar að hún skipi hóp til að greina
heimasíðuna og gera tillögur um úrbætur.

3. Fundargerð bókasafnsnefndar Grýtubakkahrepps
frá  24. nóvember 2010.

Fundargerðin samþykkt með fyrirvara um 2. tl.

4. Drög að samningi við Akureyrarbæ um málefni fatlaðra. 
Leitað hafði verið álits félags- og jafnréttisnefndar og gerði
nefndin engar athugasemdir. Samningsdrögin samþykkt og
sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.

5. Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi 2011.
Afgreiðslu frestað.

6. Minkaeftirlit í Eyjafirði.
Lögð fram frumdrög að skiptingu kostnaðar að minkaeftirliti í Eyjafirði.

7. Framtíðartillögur sorpmála í Grýtubakkahreppi.
Samþykkt að óska eftir tilboði í heildarlausn sorpmála.

8. Fulltrúi Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstandarhrepps,
Eyjafjarðarsveitar og Hörgársveitar í þjónustuhópi aldraðra.

Samþykkt að Eva Hilmarsdóttir verði aðalmaður og Fjóla V.
Stefánsdóttir til vara.

9. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps, fyrri umræða. 
Forstöðumenn stofnana komu á fundinn.  Fyrri umræðu lokið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:45.