Sveitarstjórn

01.11.2010 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 211


Mánudaginn 1. nóvember 2010 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps
saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndar-
menn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar í tilefni að
tónleikaviku skólans.

2. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps.
Árni Ólafsson kom á fundinn.

3. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar
frá 7. október 2010.
Lögð fram.

4. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 13. september
og 8. október 2010.

Lagðar fram.

5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá
20. október 2010.
Lögð fram.

6. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2010.
Endurskoðun lokið og eru helstu niðurstöðutölur eftirfarandi í þús. kr:
                                              
                                                        A hluti          B hluti
 Tekjur                                        239.401       297.169
 Gjöld                                          244.680       297.796
 Fjármagnsliðir                              8.003          -3.285
 Rekstrarniðurstaða                     2.724          -3.912
 Fjárfestingar                               26.000         32.000

 Endurskoðuð áætlun samþykkt.

7. Forsendur fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2011.
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2011.
Ljóst er að tekjur sveitarfélagsins sem koma frá Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga munu dragast verulega saman vegna skerts
framlags ríkisins til sjóðsins.

8. Bréf frá sóknarnefnd Laufáss- og Grenivíkursóknar
dags. 13. október 2010.

Er verið að sækja um styrk til safnaðarstarfsins. Samþykkt að vísa
erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

9. Bréf frá Neytendasamtökunum dags. 11. október 2010.
Sótt er um styrk til starfseminnar. Erindinu hafnað.

10. Bréf frá velferðarvaktinni dags. 25. október 2010.
Efni: Áskorun frá velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir
eru teknar í hagræðingarskyni. Lagt fram.

11. Bréf frá hestamannafélaginu Þráni dags. 26. október 2010.
Er hestamannafélagið að fara fram á að Grýtubakkahreppur eftirláti
þeim gömlu Fnjóskárbrúna sem síðast var staðsett í Fjörðum en
Vegagerðin hefur gefið sveitarfélaginu brúna. Samþykkt að verða
við beiðninni.

12. Bréf frá Heimi Ásgeirssyni, dags. 29. okt. 2010.
Er hann að segja sig úr atvinnu- og þróunarnefnd Grýtubakkahrepps.
Samþykkt að veita Heimi lausn úr nefndinni.  Jafnframt var samþykkt að
skipa Báru Eyfjörð Jónsdóttur í nefndina í stað Heimis.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:30.