Sveitarstjórn

02.11.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 189

Mánudaginn 2. nóvember 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.
Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:


1. Bréf frá Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi
    dags. 8. október 2009.

    Markaðsstofan er að fara fram á framlengingu á samstarfssamningi
    við Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi.  Samþykkt að
    framlengja samstarfssamninginn um 3 ár.

2. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 25. september og
    12. október 2009.

    Lagðar fram

3. Bréf frá Snorrasjóði dags. 16. október 2009. 
    Er verið að fara fram á stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2010
    en það snýst um samstarf við Vestur-Íslendinga. Erindinu hafnað.

4. Leiga eða sala á Lækjarvöllum 1.
    Sveitarstjórn samþykkir að bjóða íbúðirnar á Lækjarvöllum 1 til
    sölu eða leigu.

5. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2009.
    Endurskoðun lokið og eru helstu niðurstöðutölur eftirfarandi:
    
   Í þús kr.              A hluti           Samstæða
   Tekjur                  216.969.-       275.022.-
   Gjöld                    218.711.-      265.535.-
   Fjármagnsliðir       8.627.-          -6.978.-
   Rekstrarniðurst.     6.885.-           2.508.-
   Fjárfestingar         16.632.-         25.632.-
   Endurskoðun fjárhagsáætlunar samþykkt.

6. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2010
    Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2010.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:00.