Sveitarstjórn

07.09.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 186

Mánudaginn 7. september 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Jóhann mætti til fundar þegar 15. liður var ræddur. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 7. júlí 2009.
Lögð fram.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá
26. ágúst 2009.

Lögð fram.

3. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 26. júní og 31. ágúst 2009.
Lagðar fram.

4. Menningarsamningur Eyþings.
Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi sveitarfélaga í Eyþingi
um menningarmál.  Samningsdrögin samþykkt.

5. Bréf frá Arnari Sigfússyni dags. 8. júlí 2009.
Bréfið fjallar um húsaleigusamning vegna Melgötu 4b Grenivík.
Samþykkt að fela lögfræðingi sveitarfélagsins að svara erindinu.

6. Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
dags. 26. júní 2009.
Bréfið fjallar um úthlutun byggðakvóta. Sveitarstjórn ákvað með
tölvupóstsamskiptum að þau 45 þorskígildistonn sem komu í hlut
Grenivíkur skiptist jafnt milli allra skipa í sveitarfélaginu. Lagt fram.

7. Afsláttur af slætti fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega.
Samþykkt að veita 50% afslátt til umsækjenda úr þessum hópi.

8. Bréf frá Jónasi Baldurssyni og Guðrúnu Eyvindsdóttur
dags. 30. júní 2009.

Bréfið fjallar um að höfð verði makaskipti á landi milli Grýtubakka I
og Grýtubakka II. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt erindið
fyrir sitt leyti með tölvupósti.

9. Bréf frá Félagi skógarbænda á Norðurlandi dags. 24. júlí 2009.
Bréfið fjallar um beiðni um styrk vegna aðalfundar félagsins.
Erindinu hafnað.

10. Bréf frá Arkitektastofunni Form ehf. dags. 5. ágúst 2009.
Er verið að sækja um leyfi fyrir aðstöðuhús á lóð nr. 5 í
frístundabyggðinni Sunnuhlíð á Grenivík. Erindið samþykkt með
fyrirvara um grenndarkynningu og að húsið falli vel að
fyrirhugaðri byggingu.

11. Bréf frá UNICEF Ísland dags. 28. júlí 2009.
Bréfið fjallar um íslensk börn og efnahagsvanda þjóðarinnar. Lagt fram.

12. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 31. júlí 2009.
Bréfið er vegna reglulegs eftirlits í íþróttamiðstöð. Lagt fram. 
Sveitarstjóra og húsverði falið að sjá til þess að úrbætur sem farið er
fram á verði framkvæmdar.

13. Bréf frá Vinnueftirlitinu dags. 30. júlí 2009.
Bréfið er vegna reglubundinnar skoðunar í íþróttamiðstöð. Lagt fram. 
Sveitarstjóra og húsverði falið að sjá til þess að úrbætur sem farið er
fram á verði framkvæmdar.

14. Tölvupóstur frá Ferðafélaginu Fjörðungi dags. 31. ágúst 2009.
Er verið að biðja um leigulóð fyrir skýlið á Þönglabakka.
Samþykkt að úthluta lóð samkvæmt framlögðum uppdrætti.

15. Vatnsleki í Sunnuhlíð 14.
Samþykkt að afla frekari gagna.
Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

16. Umsókn um námsvist og leikskóladvöl utan lögheimilis-
sveitarfélags fyrir Gísla Guðlaug og Sunnu Brynhildi Sveinsbörn.
 
Erindið samþykkt.

17. Snjóflóðavarnir í Hvammi.
Rætt um mögulegar snjóflóðavarnir í Hvammi.  Afgreiðslu frestað.

18. Bréf frá Sigríði Pálrúnu Stefánsdóttur dags 4. september 2009.
Er hún að fara fram á stækkun á hestahólfi sem hún er með á leigu
til norðurs að uppfyllingu við Lundsbraut 4. Ástæða beiðninnar er til
að mynda skjól fyrir hestana.
Erindinu hafnað þar sem um er að ræða bráðabirgðahólf. 
Fjóla vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:45.