Sveitarstjórn

25.05.2009 00:00

183. Hreppsnefndarfundur

Mánudaginn 25. maí 2009 kom sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Mættir Jóhann Ingólfsson, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Guðni Sigþórsson og Ásta F. Flosadóttir.  Jón Helgi Pétursson forfallaðist og ekki náðist að boða varamann.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn, sem hófst kl. 17.00.

Dagskrá:

1.  Tekin fyrir tölvupóstur dags. 5. maí 2009 frá Benedikt Sveinsyni fyrir hönd Trégrips ehf.
Benedikt biður um rökstuðning frá sveitarstjórn vegna niðurstöðu útboðs byggingar við Lækjarvelli 1.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara tölvupóstinum á grundvelli minnispunkta frá Bergi Steingrímssyni.
Einnig fer Benedikt fram á að Trégrip ehf. fái greiddan kostnað vegna útboðsins.  Sveitarstjórn hafnar beiðninni, enda lá það fyrir við upphaf útboðsferilsins að bjóðendur fengju ekki greiddan kostnað við að taka þátt í útboðinu.

Fleira var ekki rætt, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17.25.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.