Sveitarstjórn

20.04.2009 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 180

Mánudaginn 20. apríl 2009 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2008, seinni umræða.

Helstu niðurstöðutölur eru eftirfarandi:
  
Í þús kr.                                 Sveitarsjóður A hluti            Samstæða
Rekstrartekjur                       247.587                                   286.175
Rekstrargjöld                        237.655                                   271.187
Fjárm.t./fjárm.gj                         3.801                                    -17.834
Rekstrarniðurstaða                13.733                                      -2.846

Ársreikningur fyrir árið 2008 samþykktur.

2. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 1. apríl 2009. 
Fundargerðin samþykkt.

3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 7. apríl 2009.
Í lið 1 er Grýtubakkahreppur að sækja um leyfi til að byggja parhús að Lækjarvöllum 1 á Grenivík. 
Fundargerðin lögð fram og liður 1 samþykktur.

4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 
1. apríl 2009.
Lögð fram.

5. Tónlistarskóli Eyjafjarðar
           a) Fundargerðir T.E. frá 14. og 31. mars 2009.
           b) Skipting áætlaðs launakostnaðar fyrir haustönn 2009.

Fundargerðirnar lagðar fram.  Skipting áætlaðs launakostnaðar sem gerir ráð fyrir greiðslum upp á kr. 700.833- á mánuði frá og með 1. ágúst 2009 samþykkt.

6. Endurnýjun á samningi um tölvuleigu. 
Rætt um endurnýjun tölvubúnaðar í Grenivíkurskóla.  Sveitarstjóra falið að leita tilboða í búnað.

7. Staða fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2009. 
Farið yfir stöðu rekstrar m.t.t. fjárhagsáætlunar fyrir árið.

8. Bréf frá Bændasamtökum Íslands dags. 15. apríl 2009.
Bréfið fjallar um kynningu á skýrslu milliþinganefndar búnaðarþings um fjallskil. Samþykkt að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.

9. Tölvupóstur frá Birni Ingólfssyni dags. 1. apríl 2009.
Pósturinn fjallar um nafn á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa.  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samráði við Þingeyjarsveit.

10. Samningur um leigu á landi Grýtubakkahrepps undir hrossabeit.
Lagður fram samningur milli Grýtubakkahrepps annars vegar og Friðbjörns Péturssonar og Jóns Ásgeirs Péturssonar hins vegar.  Samningurinn samþykktur.

11. Tilboð í Miðgarða 6 á Grenivík. Tilboð voru opnuð 14. apríl sl.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Frá Þórunni I. Lúthersdóttur kr. 10.100.000,- og Ingibjörgu S. Siglaugsdóttur kr. 12.000.000,-
Sveitarstjóra falið að gera Ingibjörgu gagntilboð. 
Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

12. Kjörskrá fyrir alþingiskosningar 2009. 
Leitað afbrigða til að taka þennan lið á dagskrá.  Fyrirliggjandi kjörskrá samþykkt af sveitarstjórn.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:40.

Fundargerð ritaði Jón Helgi Pétursson