Sveitarstjórn

15.12.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 171

Mánudaginn 15. desember 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps í Gamla skólanum. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt Jennýju Jóakimsdóttur og sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00. Jóhann mætti til fundarins áður en liður nr. 15 var tekinn fyrir.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Farið í þjónustumiðstöð og slökkvistöð.
Sveitarstjórn gekk um þjónustumiðstöð og slökkvistöð í fylgd verkstjóra og slökkviliðsstjóra, Guðna Sigþórssonar. Aðstaðan er að flestu leyti í ágætu ásigkomulagi en vandkvæði hafa komið upp varðandi gólf þar sem sprungur hafa myndast. Kannað verður með úrbætur í samráði við húseiganda sem er Sænes ehf.

2. Verkstjóri þjónustumiðstöðvar kemur á fundinn.
Farið var yfir rekstur áhaldahúss og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Ýmsar leiðir varðandi hagræðingu í rekstri voru ræddar og m.a. ákveðið að snjómokstur verði ekki tryggður lengur en til kl. 19 á kvöldin og að dregið verði verulega úr yfirvinnu starfsmanna.

3. Fundargerð bókasafnsnefndar Grýtubakkahrepps frá 8. desember 2008.
Fundargerðin samþykkt.

4. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 27. nóvember 2008.
Lagt fram.

5. Bréf frá Sparisjóði Höfðhverfinga dags. 9. desember 2008.
Stjórn Sparisjóðs Höfðhverfinga hefur ákveðið að leita eftir auknu stofnfé. Samþykkt að vísa erindinu til Sæness ehf. fyrir hönd sveitarfélagsins.

6. Bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dags. 1. desember 2008.
Í bréfinu er verið að kynna viðburði, þ.e. hvatningar- og átaksverkefni á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands árið 2009. Lagt fram.

7. Bréf frá Yrkjusjóði, ódagsett.
Í bréfinu er verið að kynna starf sjóðsins Yrkju sem er sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Samþykkt að vísa erindinu til Grenivíkurskóla.

8. Bréf frá Stígamótum dags. 28. nóvember 2008.
Stígamót eru með bréfinu að óska eftir stuðningi við starfsemina fyrir árið 2009. Erindinu hafnað enda hefur Grýtubakkahreppur veitt systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi fjárstyrk.

9. Minjasafnið á Akureyri.
Þjónustusamningur við Minjasafnið á Akureyri samþykktur.

10. Samningur við Alþjóðahús.
Afgreiðslu frestað.

11. Viðhald skólahúsnæðis.
Rætt um viðhaldsverkefni í Grenivíkurskóla.

12. Styrkur í ferðasjóð nemenda Grenivíkurskóla.
Nemendur unglingastigs Grenivíkurskóla óska eftir styrk í ferðasjóð nemenda vegna ferðalags vorið 2009. Fram hefur komið hugmynd frá nemendum að þeir aðstoði við að fjarlægja teppi af tveimur skólastofum. Samþykkt að veita kr. 30.000- styrk í ferðasjóð nemenda Grenivíkurskóla.

13. Hækkun á útsvari 2009.
Ákveðið að nýta ekki nýsamþykkta heimild í lögum til hækkunar útsvars. Sveitarstjórn telur mikilvægt að mæta tekjusamdrætti með hagræðingu í rekstri fremur en að hækka útsvarsprósentu.

14. Gjaldskrá sundlaugar.
Samþykktar breytingar á gjaldskrá sundlaugar fyrir árið 2009.

15. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2009, seinni umræða.
Síðari umræðu lokið.  Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 samþykkt.  Samkvæmt áætluninni verða rekstur og fjárfestingar eftirfarandi í þús.kr.:

                                           A hluti            Samstæða
Tekjur                               208.304.-        264.042.-
Gjöld                                  213.425.-        253.988.-
Fjármagnsliðir                     6.359.-           -3.830.-
Rekstrarniðurstaða           1.237.-            6.224.-
Fjárfestingar                                              17.092.-

16. Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarbók.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:10.

Jón Helgi Pétursson ritaði fundargerð.