Sveitarstjórn

17.11.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 168

Mánudaginn 17. nóvember 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Farið í skoðunarferð í áhaldahús og slökkvistöð.
Frestað.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 5. nóvember 2008.
Lögð fram.

3. Bréf frá UMFÍ dags. 29. október 2008.
Í bréfinu er ályktun frá sambandsráðsfundi UMFÍ um: að standa vörð um íþrótta- og æskulýðsstarf í landinu. Lagt fram.

4. Þjónustusamningar hjá Grýtubakkahreppi.
Farið yfir þjónustusamninga sem Grýtubakkahreppur er með við ýmsa aðila.

5. Sorphirðugjöld í Grýtubakkahreppi 2009.
Sveitarstjóra falið að gera drög að gjaldskrárbreytingu.

6. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2009.
Fyrri umræðu lokið.

7. Stofnfjárhafafundir í Sparisjóði Höfðhverfinga.
Boðað hefur verið til stofnfjárhafafundar í Sparisjóði Höfðhverfinga 19. nóvember nk. Samþykkt að veita Ástu F. Flosadóttur umboð á fundinn.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:10.