Sveitarstjórn

20.10.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 166

Mánudaginn 20. okt. 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps. Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson en í hans stað sat Jenný Jóakimsdóttir fundinn. Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Farið í skoðunarferð um Grenilund.
Forstöðumaður Grenilundar tók á móti nefndarmönnum með kostum og kynjum. 

2. Fundargerð Eyþings frá 2. október 2008.
Lögð fram.

3. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 7. október 2008.
Lögð fram.

4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 
30. september 2008.

Lögð fram.
  
5. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 24. september 2008.
Bréfin fjalla um skráningu á lista Skipulagsstofnunar yfir skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.  Lögð fram.

6. Útboð á rjúpnaveiði í Hvammslandi 2008.
Eftirfarandi tilboð bárust: Frá Fjörðungum ehf. kr. 85.000,-, Ferðaþjónustubýlinu Hléskógum
kr. 30.000,- og frá Jóni Þorsteinssyni og Lofti Árnasyni kr. 62.000,-.  Samþykkt að ganga til samninga við Fjörðunga ehf.  Jóhann vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

7. Útboð á tryggingum Grýtubakkahrepps.
Eftirfarandi tilboð bárust: Frá Sjóvá kr. 1.499.858,-, frá Verði
kr. 1.909.229,-, frá Vís kr. 1.613.475,- og frá TM kr. 1.396.450,-. 
Samþykkt að ganga til samninga við TM á grundvelli tilboðsins.

8. Drög að samþykkt um gatnagerðargjöld á Grenivík í Grýtubakkahreppi.
Farið yfir drögin og skoðuð gatnagerðargjöld í nágrannasveitarfélögunum.  Frekari umræðum frestað.

9. Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Farið yfir vinnuplagg samvinnunefndar Svæðisskipulags Eyjafjarðar. Sveitarstjórn telur æskilegt að skipulagðar séu iðnaðarlóð og stórskipahöfn í Eyjafirði.  Varðandi erindi frá Hafnarsamlagi Norðurlands dags. 9. okt. 2008, þá sér sveitarstjórn ekki hentugt landrými í sveitarfélaginu í fljótu bragði, en lýsir sig tilbúna til viðræðu við Hafnarsamlagið ef þeir sjá einhverja fýsilega kosti fyrir hafnsækna starfsemi.

10. Grenndarkynning vegna Lækjarvalla 11, Grenivík - athugasemd. 
Athugasemd barst frá Guðna Sigþórssyni og Helgu Guðmundsdóttur, Túngötu 19, Grenivík þar sem þau hafna alfarið byggingu steinsteypts veggjar milli lóða Túngötu 19 og Lækjarvalla 11 en tjá sig reiðubúin til að ræða aðrar leiðir til að afmarka lóðirnar.  Þar sem nágrannar þurfa að samþykkja girðingar á lóðamörkum getur sveitarstjórn Grýtubakkahrepps ekki fallist á beiðni íbúa Lækjarvalla 11.

11. Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarbók.

12. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Grýtubakkahrepps 2008.
Farið yfir áætlunina og afgreiðslu frestað.

13. Snjóflóðavarnir í Hvammi.
Ofanflóðasjóður mælir með leið A sem er að engin varnarvirki verði byggð en íbúðarhús keypt eða leið C sem er að byggja 7 m háan plóg nánast fast við íbúðarhúsið og þarf þá að fjarlægja tvö hús.  Sveitarstjórn samþykkir að leita álits eiganda og ábúanda Hvamms. 

14. Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2008.
Samþykkt að beina erindi bréfsins til skóla, leikskóla og bókasafns hreppsins.

15. Mat á umhverfisáhrifum - málþing á vegum Skipulagsstofnunar 24. október 2008.
Lagt fram.

16. Sameining sveitarfélaga- hvað hefur áunnist, hvert stefnir?   Ráðstefna 23. október 2008. 
Lagt fram.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. 
Fundi slitið kl. 20:00.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.