Sveitarstjórn

15.09.2008 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 163

Mánudaginn 15. september 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Ásta F. Flosadóttir, Benedikt Sveinsson og Fjóla V. Stefánsdóttir.  Jóhann Ingólfsson og Jón Helgi Pétursson boðuðu forföll.  Í þeirra stað sátu Margrét Ösp Stefánsdóttir og Guðni Sigþórsson fundinn sem hófst kl. 17.00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Kosning oddvita og varaoddvita.
Oddviti var kosinn Fjóla Stefánsdóttir og Jón Helgi Pétursson varaoddviti.

2. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 3. september 2008 og samningur um framhaldsskóla við Eyjafjörð. 
Fundargerðin lögð fram og samningurinn samþykktur.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 8. september 2008 og skýrsla um yfirfærslu á félagsþjónustu fatlaðra.
Lagt fram.

4. Bréf frá Laufinu, styrktarfélagi flogaveikra, dags. 21. ágúst 2008.
Er verið að biðja um styrk við verkefnið „Við viljum sjást" sem miðar að því að auka öryggi flogaveikra í sundi.  Sveitarstjórn hafnar erindinu að svo stöddu. 

5. Beiðni um greiðslu leikskólavistar fyrir Sunnu Brynhildi Sveinsdóttur í leikskólanum Hraunborg á Bifröst,
dags. 29. ágúst 2008.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina.

6. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 28. ágúst 2008. 
Er stofnunin að óska eftir samstarfi við Grýtubakkahrepp um friðlýsingu Látrarstrandar til Náttafarvíkna.
Sveitarstjórn hafnar erindinu hvað varðar Grýtubakkahrepp.

7. Bréf frá Þórði Skúlasyni dags. 1. september 2008.
Er bréfið kveðja frá Þórði til sveitarstjórnarmanna, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og annarra starfsmanna sveitarfélaganna en hann var að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga um síðustu áramót. Lagt fram.  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps þakkar Þórði samskiptin á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar.

8. Bréf frá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur dags. 3. september 2008.
Er hún að fara fram á að Grýtubakkahreppur leggi fram stofnframlag til Menningarfélagsins Hofs ses. 
Sveitarstjórn hafnar erindinu. 

9. Bréf frá Dropanum, styrktarfélagi barna með sykursýki, dags. í ágúst 2008.
Er verið að fara fram á styrk við verkefnið „Sumarbúðir fyrir sykursjúk börn".
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Dropann um 20.000 kr.

10. Tilkynning um málstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál 6. október nk.
Lagt fram. Erindinu vísað til fræðslu- og æskulýðsnefndar.

11. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. ágúst 2008.
Með bréfinu er yfirlýsing og bókun stjórnar sambandsins frá 22. ágúst 2008.  Þar er skorað á stjórnvöld að ganga til viðræðna um lausn á fjárhagsvanda sveitarfélaga. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun stjórnar sambandsins.

12. Bréf frá Hreini Skúla Erhardssyni og Ericu Patriciu Rivera dags. 8. september 2008.
Er verið að biðja um leyfi til að reisa lágan steinsteyptan vegg við Lækjarvelli 11.
Samþykkt að senda erindið í grenndarkynningu.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:35.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.