Sveitarstjórn

16.06.2008 00:00

Hreppsnefdarfundur nr. 160

Mánudaginn 16. júní 2008 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Mætt voru Ásta F. Flosadóttir, Jón Helgi Pétursson, Fjóla Stefánsdóttir og Jóhann Ingólfsson.  Benedikt Sveinsson var fjarverandi en í hans stað sat Margrét Ösp Stefánsdóttir fundinn.  Jón Helgi ritaði fundargerð.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Kynning á héraðsáætlunum Landgræðslunnar. 
Sigurlína Tryggvadóttir kom á fundinn og kynnti mögulegt samstarf Landgræðslunnar og Grýtubakkahrepps í þessum efnum.

2. Drög að innkaupareglum fyrir Grýtubakkahrepp.
Innkaupareglur fyrir Grýtubakkahrepp samþykktar.

3. Starfsmannamál. 
Rætt um stöðu starfsmannamála hjá Grýtubakkahreppi. Samþykkt að auglýsa eftir tómstundafulltrúa sem sjá myndi m.a. um félagsmiðstöð og skólavistun.

4. Lán til sjóða Grýtubakkahrepps.
Breyting á bókun í 5. tl. fundargerðar sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá 13. maí sl. Samþykkt að Aðalsjóður láni Þjónustumiðstöð kr. 11.527.448- en ekki kr. 38.692.542- og að Aðalsjóður láni Veitustofnunum kr. 6.888.604- en ekki kr. 10.516.122-.

5. Bréf frá skólastjóra Grenivíkurskóla 9. júní 2008. 
Í bréfinu er skólastjóri að óska eftir því að sveitarstjórn ákvarði upphæð fjárstyrks vegna gæslu sem nemendur 8.-10. bekkjar hafa séð um í frímínútum. Á síðasta skólaári sáu nemendur um gæslu í 60 klst.  Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 35.000- í styrk í ferðasjóð nemenda vegna þessa.

6. Bréf frá menntamálaráðuneytinu 28. maí 2008.
Bréfið tengist úttekt á sjálfsmatsaðferðum Grenivíkurskóla og eftirfylgni með þeirri úttekt.  Lagt fram.

7. Leiðbeinandi reglur fyrir þá sem leigja íþróttahús og samkomuaðstöðu. 
Lögð fram drög að breyttum reglum.  Samþykkt að leita umsagnar húsvarðar.

8. Ráðning leikskólastjóra. 
Umsóknarfrestur um stöðu leikskólastjóra er liðinn en engin umsókn hefur borist.  Samþykkt að framlengja umsóknarfrest til 4. júlí nk.

9. Samningur við Miðgarða ehf. um leigu á efri hæð Grenivíkurskóla. 
Lögð fram drög að samningi við Miðgarða ehf. vegna reksturs gistiþjónustu á efri hæð Grenivíkurskóla.  Drögin samþykkt og er sveitarstjóra falið að undirrita samninginn. Margrét vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

10. Tryggingar hjá Grýtubakkahreppi. 
Samþykkt að leita tilboða í tryggingar sveitarfélagsins.

11. Tölvupóstur frá Önnu Báru Bergvinsdóttur 13. júní 2008.
Samþykkt að greiða Önnu Báru kr. 70.000- vegna gistiaðstöðu landvarðar að Gili en gegn greiðslunni sér Anna Bára sjálf um að útvega gistiaðstöðu.

12. Erindi frá Norðurorku. 
Í erindinu er Norðurorka að óska eftir að Grýtubakkahreppur falli frá forkaupsrétti vegna hlutafjáraukningar Norðurorku. Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:25.