Sveitarstjórn

14.08.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 141

Þriðjudaginn 14. ágúst 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Mættir voru Jóhann Ingólfsson, Jón Helgi Pétursson, Fjóla Stefánsdóttir og Ásta Fönn Flosadóttir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 18:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1) Aðalskipulag við Kaplaskjól.
Auglýst hefur verið breyting á aðalskipulagi við Kaplaskjól á Grenivík. Frestur til að skila athugasemdum rann út 8. ágúst sl.. Engar athugasemdir bárust.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýsingu.


Fleira ekki fyrir tekið. Fundagerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:15.

Guðný Sverrisdóttir, fundarritari