Sveitarstjórn

02.07.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 140

Mánudaginn 2. júlí 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Mættir voru Fjóla Stefánsdóttir, Jóhann Ingólfsson og Ásta F. Flosadóttir.  Jón Helgi Pétursson var fjarverandi.  Í hans stað sat Margrét Ösp Stefánsdóttir fundinn.  Benedikt boðaði forföll á síðustu stundu og ekki náðist að boða varamann.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn sem hófst kl. 17.00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1) Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar frá 19. júní 2007.
Fundargerðin lögð fram.

2) Fundargerð Héraðsnefndar Eyjafjarðar frá 4. júní 2007.
Fundargerðin lögð fram.

3) Fundargerð stjórnar Eyþings frá 14. júní 2007.
Fundargerðin lögð fram.  Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum um lið 10b) varðandi gsm-samband á ferðamannastöðum.

4) Fundargerð frá 19. júní "Samvinna sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu um brunavarnir".
Fundargerðin lögð fram.  Samþykkt að veita sveitarstjóra umboð til setu í starfshóp sem vinnur áfram að málinu.

5) Fundargerð kjörstjórnar Grýtubakkahrepps frá 12. maí 2007.
Fundargerðin samþykkt.

6) Samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.
Samningurinn samþykktur.

7) Tölvupóstur frá Arne Vagn Olesen dags. 21. júní 2007. 
Hann er að segja upp sumarhúsalóð nr. 10 í Sunnuhlíð á Grenivík.  Sveitarstjórn samþykkir erindið.

8) Bréf frá Óbyggðanefnd dags. 18. júní 2007. Efni: Þjóðlendumál á austanverðu Norðurlandi.  Bréfið er kynning á stöðu þjóðlendumála.  Ríkið hefur breytt örlítið þjóðlendukröfum á svæði 6.  Skilað hefur verið inn greinargerð frá ríkinu og nú hafa landeigendur frest til 9. ágúst til að skila inn greinargerðum á móti.  Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með að fjármálaráðherra skuli ekki hafa gefið meira eftir í kröfum til lands Grýtubakkahrepps og fer þess enn á leit við fjármálaráðherra að hann dragi til baka kröfur í eignarland hreppsins.  Ennfremur er því beint til þingmanna kjördæmisins að þeir fylgi þessu máli eftir og í því sambandi er minnt á samtöl þess eðlis sem áttu sér stað fyrir kosningar.

9) Bréf frá Miðgörðum ehf. dags. 15. júní 2007. 
Eru Miðgarðar ehf. að sækja um styrk til Sæness og Grýtubakkahrepps að upphæð kr. 300.000,- vegna Grenivíkurgleði sem haldinn verður 17. og 18. ágúst nk.  Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með framtak Miðgarðamanna.  Erindinu er vísað til Sæness. Margrét vék af fundi undir þessum lið.

10) Umferð mótorhjóla í óbyggðum. 
Lagður fram tölvupóstur frá Ástu F. Flosadóttur dags. 26. júní 2007 varðandi umferð mótorhjóla í óbyggðum Grýtubakkahrepps.  Umferð svonefndra "crossara" þ.e. torfæruhjóla er bönnuð í Fjörðum sem og á öðrum ríkisvegum.  Aðeins löglega skráð götuhjól mega nota vegina.  Samþykkt að beina því til vegagerðarinnar að hún setji upp viðeigandi skilti og bæti þannig merkingar við afleggjarann í Fjörður. 

11) Tónlistarskóli Eyjafjarðar.
(a) Fundargerð 86. fundar T.E. ódagsett.
Fundargerðin lögð fram.
(b) Kostnaðarskipting vegna haustannar 2007.
Samþykkt að kennslustundafjöldi verði í samræmi við meðfylgjandi nemendalista að undanskildum umsækjendum eldri en 20 ára.  Nemendur úr Grýtubakkahreppi, eldri en 20 ára fá ekki nám í T.E. nú frekar en fyrri árin.

12) Laun í vinnuskóla.
Samþykkt að laun í vinnuskóla Grýtubakkahrepps sumarið 2007 verði þessi:

                        fæðingarár          mánaðarlaun        dv.               yv.
16 ára            1991                     97.120                    560,32       1.008,59
15 ára            1992                     80.932                    466,93          840,49
14 ára            1993                     70.142                    404,67          728,43

Launataflan er í samræmi við launatöflu vinnuskólans á Dalvík og er hærri en laun vinnuskólans á Akureyri.

13) Ljósleiðari.
Vegna skorts á gögnum er málinu frestað til næsta fundar.

14) Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 27. júní 2007. 
Sveitarstjóra var veitt heimild til að sækja aðalfundinn. 

15) Úthlutun á byggðakvóta.
Tillaga sjávarútvegsráðuneytisins um úthlutunarreglur byggðakvóta til Grenivíkur eru eftirfarandi:
"Ákvæði reglugerðar nr. 439 frá 16. maí 2007 gilda, að öðru leyti en því að byggðakvóta til fiskiskipa á Grenivík, verður úthlutað jafnt milli allra skipa sem uppfylla ákvæði reglugerðarinnar.  Viðkomandi skipseigandi þarf að tilkynna fyrir lok júli hvort hann hyggst nýta sér byggðakvótann, ef svo reynist ekki, deilist byggðakvótinn á önnur skip, sem úthlutun fengu.  Nægilegt er að lokið sé að veiða byggðakvótann á þessu fiskveiðiári, víkur því ákvæði 6. gr. reglug. nr. 439/2007 hvað endurúthlutun varðar."
Útgerðarmönnum er bent á að tilkynna sem fyrst til Fiskistofu hvort þeir hyggist nýta byggðakvótann. 

16) Deiliskipulag við Kaplaskjól.
Samþykkt að auglýsa deiliskipulagið.

17) Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018.
Þann 6. júní sl. lauk tilskyldum 6 vikna fresti til að gera athugasemdir vegna auglýsingar á breytingu (niðurfellingu) á SEE 1998-2018, sbr. 13. gr. í skipulags- og byggingalögum nr. 73/1997 með síðari breytingum. Engar athugasemdir bárust.

Fulltrúar í samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags í Eyjafirði hafa samþykkt að vísa breytingunni (niðurfellingarplagginu) óbreyttri frá auglýsingu til viðkomandi sveitarstjórna.
Sveitarstjórn samþykkir breytinguna einróma.

18) Almenningssamgöngur í Eyjafirði.
Á Héraðsnefndarfundi 4. júní sl. og á héraðsráðsfundi 19. júní sl. var fjallað um almenningssamgöngur í Eyjafirði.  Héraðsnefnd Eyjafjarðar óskar, með bréfi frá 26. júní 2007,  eftir afstöðu Grýtubakkahrepps til málefnisins.
Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á því að þessi mál séu skoðuð nánar og jafnvel farið út í tilraunaverkefni á þessu sviði.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.15.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.