Sveitarstjórn

19.02.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 131

Mánudaginn 19. febrúar 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 17. janúar 2007.
Lögð fram.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 7. febrúar 2007.
Lögð fram.

3. Minnispunktar frá Samráðsfundi sveitarstjóra dags. 31. janúar 2007.
Rætt var um álver við Húsavík, minkaveiðiátak, sorpmál, Gásaverkefni, háhraðatengingar, fasteignagjöld, svæðisskipulag Eyjafjarðar, almenningssamgöngur í Eyjafirði, tengivegi og úttektir á leiksvæðum. Lagðir fram.

4. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 23. janúar 2007 og 9. febrúar 2007. 
Er verið að fjalla um æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk og aðalnámskrár grunnskóla. Samþykkt að beina bréfunum til fræðslu- og æskulýðsnefndar.

5. Bréf frá Tækifæri hf. dags. 31. janúar 2007. 
Er verið að bjóða sveitarfélaginu að nýta forkaupsrétt sinn að hlutafé.  Samþykkt að neyta ekki forkaupsréttar.

6. Bréf frá Jónu Hrönn Bolladóttur og Bolla Pétri Bollasyni dags. 1. febrúar 2007. 
Er verið að sækja um styrk í tilefni af afmælisútgáfu á predikunum og ljóðum sr. Bolla Þóris Gústavssonar fyrrverandi vígslubiskups.  Afgreiðslu frestað.

7. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 6. febrúar 2007. 
Er verið að minna á breytingu á svæðisskipulagi vegna framkvæmdaleyfis við Reykjaveitu í Fnjóskadal, Þingeyjarsveit og Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til breytinga á svæðisskipulagi að svo stöddu, þar sem í skoðun er að fella svæðisskipulag fyrir umrætt svæði úr gildi.

8. Bréf frá Golfklúbbnum Hvammi dags. 12. febrúar 2007. 
Er verið að sækja um leyfi til að setja niður hús við golfvöllinn í Hvammi.  Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.  Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

9. Afskrifaðar kröfu. 
Samþykkt að afskrifa kröfur að upphæð samtals kr. 17.234-.

10. Aðalskipulag Ægissíðu suð-vestur. 
Aðalskipulagið hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.  Sveitarstjórn samþykkir skipulagið fyrir sitt leyti.

11. Sala á íbúðum í eigu Grýtubakkahrepps.
16. febrúar sl. voru opnuð tilboð í húseignirnar Túngötu 11b, Lækjarvelli 2 og 4 á Grenivík, allar í eigu Grýtubakkahrepps.  Eftirfarandi tilboð bárust: Í Túngötu 11 b frá Jóni Friðbjörnssyni og Sigrúnu Valdimarsdóttur að upphæð kr. 7.700.000,- og í Lækjarvelli 2 frá Sigurbirni Jakobssyni og Báru Jónsdóttur að upphæð kr. 12.061.000,-.  Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

12. Önnur mál.
Í upphafi fundar vari farið með skólastjóra um húsnæði skólans og rætt um möguleika á því að nýta fjármuni, sem ætlaðir eru til viðhalds skólans utanhúss til endurbóta á lýsingu í kennslustofum.