Sveitarstjórn

08.01.2007 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 128

Mánudaginn 8. janúar 2007 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fundargerð Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs frá 23. nóvember 2006.
Lögð fram.

2. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar frá 13. desember 2006 og drög að dagskrá fyrirhugaðs málþings um samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði, 2. febrúar 2007.
Lagt fram.

3. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018 frá 11. desember 2006 og reglur fyrir samvinnunefnd.
Lagt fram.

4. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 13. desember 2006.
Lagðar fram.

5. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dags.
6. desember 2006.
Lögð fram.

6. Fundargerð grunnskólahluta fræðslu- og æskulýðsnefndar frá
12. desember 2006.
 
Fundargerðin samþykkt.

7. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 15. desember 2006.
Lögð fram.

8. Bréf frá Landbúnaðarstofnun dags. 27. nóvember 2006. 
Tilkynning um að garnaveiki hefur verið staðfest í kind frá Fagrabæ. Bréfinu fylgja upplýsingar um garnaveiki og hvernig megi uppræta hana.  Samþykkt að áframsenda bréfið til landbúnaðarnefndar og óska eftir að nefndin leggi til aðgerðaáætlun til að bregðast við.

9. Minnispunktar varðandi fjarskiptamál.
Sveitarstjóri skýrði frá fundi með fulltrúum Fjarskiptasjóðs, þar sem m.a. var rætt um bætt GSM samband, dreifingu dagskrár RÚV (útvarp og sjónvarp) og háhraðatengingar.

10. Bréf frá Ríkisútvarpinu dags. 27. desember 2006. 
Bréfið er svar við bréfi 9. nóvember 2006 um útvarpsskilyrði á Grenivík.  Ríkisútvarpið hefur í hyggju að framkvæma nauðsynlegar úrbætur en af fjárhagsástæðum hafa þær ekki enn verið tímasettar.  Lagt fram.

11. Tölvupóstur frá Helgu Kristínu Hermannsdóttur dags. 16. desember 2006.
Helga Kristín er að sækja um að Grýtubakkahreppur niðurgreiði leikskólagjöld fyrir dóttur hennar, Sunnu Brynhildi, á leikskólanum Hraunborg í Borgarbyggð.  Samþykkt að niðurgreiða leikskólagjöldin skv. almennu gjaldi í viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
12. Tölvupóstur frá Loga Má Einarssyni dags. 20. desember 2006. 
Logi er að afsala sér lóð nr. 18 í frístundabyggðinni Sunnuhlíð sem hann var búinn að fá úthlutað.

13. Tölvupóstur frá Veraldarvinum dags. 3. desember 2006. 
Veraldarvinir eru samtök sem vinna að náttúruvernd og samfélagslegum verkefnum ýmiskonar.  Samtökin eru að leita að nýjum samstarfsaðilum og hafa mikinn áhuga á að vinna með íbúum Grenivíkur næsta sumar.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Veraldarvini um hvernig mætti haga mögulegu samstarfi.

14. Bréf frá Brunamálastofnun dags. 15. desember 2006.  
Viðvörun til sveitarstjórnar skv. 2 mgr. 33. greinar laga nr. 75/2000 um brunamál.  Tilkynning um að slökkviliðsstjóri hafi verið krafinn um upplýsingar vegna vatnsveitu og æfingar í slökkviliðinu með bréfi dagssettu 13. júní 2006 og ítrekun 13. nóvember 2006.  Ekki hefur borist svar frá slökkviliðsstjóra við þessu erindi stofnunarinnar og hyggst hún tilkynna þetta mál til Umhverfisráðuneytisins.  Slökkviliðsstjóri hefur sent Brunamálastofnun svar við ofangreindu bréfi.

15. Drög að skipulagsskrá fyrir Hlíðarenda.
Sveitarstjóra falið að vinna drögin áfram.

16. Önnur mál.
Samþykkt að tilnefna Fjólu V. Stefánsdóttur af hálfu sveitarstjórnar í nefnd um veitingu Þengilsins árið 2007.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:30.