Sveitarstjórn

18.12.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 127

Mánudaginn 18. desember 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Guðni Sigþórsson, verkstjóri Grýtubakkahrepps, kom á fundinn. 
Rætt var um rekstrur áhaldahúss og slökkviliðs, sem og fjárfestingar í búnaði og tækjum.

2. Fundargerð Héraðsnefndar Eyjafjarðar frá 8. nóvember 2006.
Lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 27. nóvember 2006.
Lögð fram

4. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18 frá 27. nóvember 2006.
Lögð fram

5. Fundargerð bókasafnsnefndar Grýtubakkahrepps frá 27. nóvember 2006. 
Fundargerðin samþykkt.  Varðandi 5. tl. þar sem rætt er um nauðsyn þess að bókasafnið fái geymslupláss í kjallara Grenivíkurskóla skal áréttað að þau mál eru í vinnslu samhliða öðrum breytingum á húsnæði skólans.

6. Fundargerð grunnskólahluta fræðslu- og æskulýðsnefndar frá 12. desember 2006. 
Frestað.

7. Minnispunktar frá fundi með fulltrúum Fjarskiptasjóðs frá 5. desember 2006. 
Lagt fram.

8. Lýðheilsustöð; drög að markmiðum og aðgerðaáætlun í Grýtubakkahreppi 2006-2007. 
Lögð fram.

9. Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld í Grýtubakkahreppi 2007. 
Seinni umræðu lokið.

10. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 6. desember 2006 og bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 1. desember 2006.
Fjalla bréfin um tilraunaverkefni um útrýmingu minks 2006-2009 og beiðni um tilnefningu lykilveiðimanns.  Einnig er farið fram á fjárframlag til verkefnisins.  Samþykkt að óska eftir því að tilraunaverkefnið nái til Grýtubakkahrepps alls en í útfærslu verkefnisins er einungis gert ráð fyrir því að veitt verði frá botni Eyjafjarðar til norðurs að Kaldbak. Sveitarstjóra var falið að ræða við mögulega lykilveiðimenn. Afgreiðslu á ósk um fjárframlag frestað.

11. Málefni Ferðafélagsins Fjörðungs, sbr. lið 7 síðustu fundargerðar. 
Samþykkt að veita Ferðafélaginu Fjörðungi leyfi til að endurbyggja slysavarnaskýlið á Látrum.

12. Hlíðarendi - sjálfseignarstofnun. 
Sveitarstjóra falið að vinna að undirbúningi stofnunar sjálfseignarstofnunar um uppbyggingu safns í Hlíðarenda.

13. Bréf frá skólastjóra Grenivíkurskóla dags. 5. desember 2006. 
Efni:  Skólavistun 2007 og hækkun um 3% á gjaldskrá frá og með 1. janúar 2007.  Samþykkt.

14. Drög að lóðaleigusamningi við Golfklúbbinn Hvamm. 
Drögin samþykkt.  Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

15. Breytingar á samþykkt um hunda- og kattahald í Grýtubakkahreppi.
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur gert nokkrar breytingatillögur á samþykkt um hunda- og kattahald í Grýtubakkahreppi eftir að sveitarstjórn tók hana til meðferðar.  Sveitarstjórn samþykkir breyttar reglur.

16. Samkomulag um lagningu Reykjaveitu. 
Lagt fram til samþykktar samkomulag um Reykjaveitu milli Grýtubakkahrepps, Norðurorku ehf og Þingeyjarsveitar.  Samþykkt.

17. Aðalfundur Kaldbaksferða ehf. 
Aðalfundur Kaldbaksferða ehf. fór fram 13. desember s.l.  Sveitarstjóri fór með umboð hreppsins á fundinum, sem sveitarstjórnarmenn höfðu veitt símleiðis fyrir fundinn.

18. Endurskoðun á Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2006. 
Samþykkt að selja Sænesi ehf. hlutabréf í Sænesi ehf. að nafnvirði kr. 420.000- á kr. 12.000.000-.  Jafnframt er eftirfarandi samþykkt:
Lánveiting til Norðurorku ehf    kr. 10.000.000,-
Lántaka hjá Sænesi ehf     kr. 10.000.000,-

19. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2007, seinni umræða, samstæða.
Skatttekjur (samstæða) 149.941 þ.kr.
Rekstrargjöld (samstæða) 154.442 þ.kr.
Rekstrarniðurstaða (A-hluti) 1.552 þ.kr.
Rekstrarniðurstaða (samstæða) -4.501 þ.kr.
Fjárfestingar 11.026 þ.kr.
Afskriftir 16.806 þ.kr.
Afborgun á lánum 6.906 þ.kr.
Verðbætur 6.695 þ.kr.
Óráðstafað 1.068 þ.kr.

20. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. 
Fundi slitið kl. 21:20.