Sveitarstjórn

04.12.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 126

Mánudaginn 4. desember 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra. Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2007. Seinni umræða.
Á fundinn komu Hólmfríður Hermannsdóttir (leikskólastjóri), Ármann Einarsson (húsvörður), Valdimar Víðisson (skólastjóri) og Björn Ingólfsson (bókavörður).
Farið var yfir tillögur forstöðumanna varðandi sparnað í rekstri.
Síðari umræðu frestað.

2. Ákvörðun um álagningu útsvars 2007. 
Ákveðið að álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2007 verði 13,03%.

3. Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda. 
Ákveðið að álagning fasteignagjalda í Grýtubakkahreppi 2007 verði sem hér segir.
Fasteignaskattur A      0,40%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B      1,50%
Vatnsskattur       0,30%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða   1,00%
Holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar  0,25%

Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík    kr. 14.800.-
Sveitaheimili    kr.   9.800.-
Sumarbústaðir á Grenivík  kr.   9.800.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur  kr.   4.900.-

Hreppsnefnd er heimilt að veita afslátt ef tveir eða færri eru á heimili.

Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1     kr.   9.800.-
Flokkur 2     kr. 14.800.-
Flokkur 3     kr. 26.400.-
Flokkur 4     kr. 46.200.-
Flokkur 5     kr. 92.400.-

Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.

Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.000 l   kr.   5.500.-
Rotþrær 3.000 l og stærri   kr.   8.800.-


4. Fjáráætlun heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2007. Sbr. lið 10 í síðustu fundargerð.  Sveitarstjóri greindi frá skýringum framkvæmdastjóra HNE varðandi hækkun kostnaðar, sem er tilkomin vegna starfsmats starfsmanna eftirlitsins.  Sveitarstjórn samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

5. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 20. nóv. 2006, sbr. lið 13 í síðustu fundargerð.
Sveitarstjórn gerir ekki þá kröfu að fyrirhugað laxeldi fari í umhverfismat en beinir því til umsækjenda að þeir kynni fyrirhugað laxeldi fyrir ábúendum í Ystu-Vík.  Jafnframt er umsækjendum bent á að virða friðlýsingu hverastrýtna úti fyrir Ystu-Vík.

6. Hlíðarendi - sjálfseignarstofnun. 
Frestað.

7. Bréf frá Ferðafélaginu Fjörðungi dags. 29. nóv. 2006 varðandi skýlin í Látrum, Keflavík og Þönglabakka. 
Frestað.

8. Tölvupóstur frá Reimari Helgasyni dags. 24. nóv. 2006. 
Fjallar tölvupósturinn um  nýjan samning Grýtubakkahrepps við Íþróttafélagið Magna.  Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21:30.