Sveitarstjórn

06.02.2006 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 110

Mánudaginn 6. febrúar 2006 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Benedikt Sveinsson.  Í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17,00

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Kaup á sláttutraktor. 
Guðni Sigþórsson mætti á fundinn og skýrði frá þeim kostum sem eru í stöðunni.  Samþykkt að kaupa nýja Kubota vél, en hana má einnig nýta við götusópun, sanddreifingu o.fl.  Ljóst er að kostnaður við kaupin er meiri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun og verður það sem umfram er tekið af óráðstöfuðu fjármagni skv. fjárhagsaáætlun.

2. Frístundabyggð. 
Rætt um staðsetningu vegar að frístundabyggð.  Samþykkt að tengja veg að frístundabyggð við heimreiðina að Sunnuhvoli.  Einnig var rætt um nafngiftir fyrir frístundabyggðina.  Fyrir liggur að gera þarf fornleifaskráningu á svæðinu sem fer undir frístundabyggð og er sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

3. Bréf frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu dags. 19. janúar 2006. 
Lagt fram.

4. Bréf frá starfsmönnum Grenivíkurskóla dags. 20. janúar 2006. 
Eru þeir að fara fram á að gjaldtaka fyrir mötuneyti verði felld niður hjá kennurum þar sem þeir sinna gæslu í hádeginu meðan nemendur eru að borða.  Samþykkt að leita umsagnar skólastjóra.

5. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Akureyri frá 18. janúar 2006. 
Lagt fram.

6. Tölvupóstur frá Jónasi Steingrímssyni, f.h. Borgarsig ehf., dags. 25. janúar 2006.  
Er hann að sækja um lóð norðan trjáreitar í frístundabyggð f.h. Borgarsigs ehf.  Sveitarstjórn tekur jákvætt í að úthluta Borgarsigi ehf. umræddri lóð en endanlegri afgreiðslu er frestað þar til skipulagsvinnu er lokið.

7. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 24. janúar 2006. 
Fundargerðin samþykkt.

8. Fundargerð 168. fundar stjórnar Eyþings frá 11. janúar 2006. 
Lagt fram.

9. Bréf frá Hestaíþróttafélaginu Þráni dags. 16. janúar 2006. 
Þráinn fer fram á að Grýtubakkahreppur skipuleggi og veiti leyfi fyrir reiðvegi frá Kaplaskjóli norður á Skælu.  Jafnframt er óskað eftir því að sveitarfélagið standi straum af kostnaði við byggingu vegarins.  Sveitarstjórn tekur jákvætt í að koma slíkum vegi á skipulag.  Varðandi framkvæmdir þá sér sveitarstjórn sér ekki fært að verða við beiðninni, þar sem framkvæmdirnar rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins.

10. Fundargerðir Reykjaveitu frá 18. október 2005 og 17. nóvember 2005. 
Lagt fram.

11. Afskrifaðar kröfur. 
Samþykkt að afskrifa kröfu að upphæð samtals kr. 18.933,40.

12. Fjarskiptamál í Grýtubakkahreppi. 
Sveitarstjórn hefur borist undirskriftarlisti þar sem 112 íbúar sveitarfélagsins skora á Símann að koma upp ADSL tengingu (bæði tölvu- og sjónvarpssambandi) á Grenivík hið fyrsta.  Sveitarstjóra falið að koma listanum á framfæri við Símann.

13. Fundargerð 108 fundar Hafnasamlags Norðurlands. 
Lagt fram.

14. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:00.