Sveitarstjórn

04.07.2005 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 99

Mánudaginn 4. júlí 2005 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir nema Jón Helgi Pétursson, en í hans stað sat Fjóla Stefánsdóttir fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17,00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Málefni Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Fundargerð oddvitafundar  T.E. frá 23. júní sl. lögð fram.  Einnig lagðar fram ýmsar tillögur að áætluðum kostnaði Grýtubakkahrepps fyrir skólaárið 2005-2006, en miðað við skráningu í skólann verður mikil aukning á kostnaði fyrir Grýtubakkahrepp. Ákveðið að Grýtubakkahreppur greiði að hámarki sex milljónir á ári til Tónlistarskóla Eyjafjarðar.  Sveitarstjóri er skipaður í nefnd til að skoða kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna í T.E.

2. Lausaganga búfjár. 
Ákveðið að banna lausagöngu búfjár í Grýtubakkahreppi á Grenivíkurleið, vegi nr. 83, þ.e. á vegsvæðum og opnum svæðum að þeim, samkvæmt heimild í lögum um búfjárhald nr, 103/2002.  Bannið gildir frá 15. okt.  til 15. maí árið á eftir, nema bann við lausagöngu hrossa gildir allt árið.

3. Landbóta- og landnýtingaráætlun. 
Ákveðið að samþykkja landbótaþáttinn í áætluninni nema að svo stöddu er aðeins dreift vestan vegar á Leirdalsheiði í landi Grýtubakkahrepps.

4. Húsgögn í Kaðalstaði. 
Lagt fram tilboð í húsgögn í  Grenivíkurskóla að upphæð kr. 417.197,-.  Ekki er heimilt að kaupa húsgögnin fyrr en á næsta ári.

5. Bréf frá Þuríði Guðmundsdóttur. 
Er hún að sækja um landsspildu úr landi Hvamms í Grýtubakkahreppi undir sumarbústað. Sveitarstjórn býður upp á viðræður um málið.

6. Fundargerð Bygginganefndar Eyjafjarðar 21. júní sl.
Í lið 1 er Pétur Þórarinsson að sækja um leyfi til að byggja fjárhús í Laufási.  Bygginarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar teikningar en frestar endanlegri afgreiðslu þar sem samþykki sveitarstjórnar og eldvarnareftirlits liggja ekki fyrir. Sveitarstjórn samþykkir lið 1 með fyrirvara um afgreiðslu í  lið 12 hér á eftir.

7. Fundargerð stjórnar Eyþings 26. maí sl. 
Lögð fram.

8. Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 9. maí og 13. júní sl.
Lögð fram.


9. Bréf frá Slysavarnarfélagi Íslands 8. júní sl. 
Er verið að sækja um styrk vegna björgunarbátaflota félagsins.  Erindinu hafnað.

10. Bréf frá Grenivíkurskóla 28. júní sl. 
Er skólastjóri að fara yfir kostnað og skipulag mötuneytis í Grenivíkurskóla.  Ákveðið að hækka mánaðargjald úr kr. 2.600,- í kr. 3.000,- fyrir nemendur og í  kr. 3.500,- fyrir aðra.

11. Drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Lagt   fram.

12. Breyting á deiliskipulagi í Laufási. 
Lögð fram breyting á deiliskipulagi að Laufási í Grýtubakkahreppi, en stækka þurfti byggingarreit vegna fjárhúsbyggingar.  Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti en með fyrirvara um grendarkynningu og samþykki Skipulagsstofnunar.

13. Fundargerðir Hérðaðsnefndar Eyjafjarðar 1. júní.
Lögð fram.

14. Reykjaveita. 
Lögð fram breytt drög að viljayfirlýsingu vegna Reykjaveitu. Sveitarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Sveitarstjóri og Þórður Stefánsson eru skipuð í samstarfsnefnd um veituna.

15. Önnur mál.
Engin önnur mál.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20,00.