Sveitarstjórn

08.11.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 81

Mánudaginn 8. nóv. 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra, að Jóhanni Ingólfssyni frátöldum, en hann boðaði forföll á síðustu stundu og ekki náðist að boða varamann í hans stað.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Verkstjóri Grýtubakkahrepps kom á fundinn. 
Var farið yfir rekstur þjónustumiðstöðvarinnar og ýmsar verklagsreglur innan hennar.

2. Drög að reglum um félagslega heimaþjónustu í Grýtubakkahreppi.  Samþykkt að vísa drögunum til umsagnar félagsmálanefndar.

3. Bréf frá slökkviliðsstjóra dags. 27.10.2004. 
Slökkviliðsstjóri er að minna á við gerð næstu fjárhagsáætlunar uppsetningu brunastiga á efri hæð skólans og breytingu á björgunaropum.  Einnig minnir hann á gerð brunaopa og færslu á brunahana.  Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

4. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 19. október sl. 
Í lið 2 er Helguhóll ehf. að sækja um leyfi til að byggja tengibyggingu og vélageymslu á milli núverandi fjóss og íbúðarhúss í Nesi í Grýtubakkahreppi.  Lagt fram, varðandi afgreiðslu 2. tl. er vísað til afgreiðslu á 7. tl. þessarar fundargerðar.

5. Fundargerðir stjórnar Eyþings frá 23. september og 5. október sl. 
Lagðar fram.

6. Tölvupóstur frá HSÞ dags. 26. október 2004.
HSÞ er að bjóða auglýsingu í rit vegna 90 ára afmælis félagsins.  Erindinu hafnað.

7. Bréf frá Helguhóli ehf. dags. 29. október 2004. 
Er verið að sækja um leyfi til að byggja tengibyggingu milli íbúðarhúss og fjóss í Nesi í Grýtubakkahreppi.  Sveitarstjórn samþykkir bygginguna fyrir sitt leyti, með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar.

8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. október 2004.
Er verið að kynna ráðstefnu Sambandsins og Norræna fötlunarráðsins um aðgengi fyrir alla.  Lagt fram.

9. Álagning fasteignagjalda 2005. 
Fyrri umræða um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2005.

10. Samanburður á nokkrum rekstrareiningum Grýtubakkahrepps 2002-2004.  Lagður fram samanburður á rekstri leikskóla, grunnskóla, skrifstofu, áhaldahúss og Grenilundar á árunum 2002-2004.

11. Bréf frá Guðrúnu Fjólu Helgadóttur dags. 3. nóvember 2004. 
Erindið skráð í trúnaðarbók.

12. Bréf frá Hreini Skúla Erhardssyni dags. 25. október 2004.
Er hann að sækja um viðbótarlán vegna Lækjarvalla 11 að upphæð kr. 3.285.000,-.  Samþykkt.

13. Bréf frá Stígamótum dags. 2. nóvember 2004. 
Fjallar bréfið um styrkbeiðni.  Erindinu hafnað.

14. Mál í vinnslu. 
* Rætt um söfnun og skönnun ljósmynda, sem hafa sögulegt gildi.
* Erindi frá Jóni Ásgeiri Péturssyni, tekið fyrir á síðasta fundi.  Erindinu hafnað.
* Samþykkt að láta vinna uppdrátt að vegi í Grenivíkurfjalli til að leggja fyrir Skipulagsstofnun.
 
15. Samanburður á rekstri sveitarfélaga 2003.
Upplýsingarnar eru teknar upp úr Árbók sveitarfélaga 2004.

16. Önnur mál.
Engin.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl.20,00.