Sveitarstjórn

20.09.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 78

Mánudaginn 20 sept. 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Viggó Benediktsson kom á fundinn. 
Einnig mættu á fundinn Þórarinn B. Jónsson og Sigurbjörn Höskuldsson.  Rætt var um gerð vegar upp í Grenivíkurfjall og mögulegt framtíðar skíðasvæði í Grenivíkurfjalli og Kaldbak.

2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 14. sept. sl. 
Lagt fram.

3. Bréf frá HSÞ ódagsett.
Er verið að þakka fyrir stuðning á Landsmótum UMFÍ á Sauðárkróki í sumar.  Lagt fram.

4. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 3. september 2004.
Er verið að boða verkfall grunnskólakennara 20. sept. nk.  Lagt fram.

5. Drög að leigusamningi við Golfklúbbinn Hvamm. 
Farið yfir drögin.  Þórður og Jón Helgi viku af fundi meðan þessi liður var ræddur.

6. Umsögn Stefáns Skaftasonar og Ólafs Vagnssonar vegna malarnáms í Laufási dags. 20. ágúst 2004. 
Sveitarstjórn samþykkir að senda út tilmæli til þeirra er málið varðar, varðandi hvar ákjósanlegast sé að stunda malarnám úr farvegi Fnjóskár.  Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

7. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis.
Er verið að gefa kost á fundi með nefndinni.  Lagt fram.

8. Starfsmannamál. 
Rætt um starfsmannamál hjá Grýtubakkahreppi.

9. Tilkynning um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2004.
Verður ráðstefnan 1. og 2. nóv. nk.  Lagt fram.

10. Skýrsla um reglubundið eftirlit HNE í leikskólanum Krummafæti.  Sveitarstjóra og leikskólastjóra er falið að vinna áætlun um þær úrbætur sem farið er fram á í skýrslunni.

11. Fundargerð skólanefndar Grenivíkurskóla frá 14. september sl.  Fundargerðin samþykkt.

12. Fundargerð bygginganefndar Grenivíkurskóla frá 13. september sl.  Fundargerðin samþykkt.

13. Bréf frá Íþróttafélaginu Magna dags. 06.09.2004.
Magni bryddar á ýmsum málum varðandi félagið auk þess sem hann er að biðja um viðbótarstyrk vegna framkvæmda við íþróttasvæði félagsins.  Formaður Magna mætti á fundinn og skýrði málið. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.

14. Lóðarsamningur fyrir Grenivíkurkirkju.
Lögð fram drög að lóðarsamningi sem sóknarnefndin er búin að samþykkja.  Afgreiðslu frestað.

15. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 15. september sl. og fjárhagsáætlun 2005 fyrir HNE. 
Lagt fram, fjárhagsáætlun samþykkt af hálfu sveitarstjórnar.

16. Önnur mál.
Engin.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. 
Fundi slitið kl. 20:30.

                                           Sveitarstjóri.