Sveitarstjórn

01.03.2004 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 67

Mánudaginn 1. mars 2004 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1. Bréf frá Krabbameinsfélagi  Akureyrar og nágrennis dags. 10.02.04. 
Er verið að sækja um styrk til þess að standa straum af kostnaði félagsins vegna margvíslegrar þjónustu við krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra.  Samþykkt að veita félaginu styrk að upphæð kr. 25.000-.

2. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurl. Eystra, 09.02.04. 
Lagt fram.

3. Bréf frá Sýslumanninum á Akureyri, dags. 11.02.04. 
Er verið að leita umsagnar um umsókn Jóns Stefáns Ingólfssonar um rekstur veitingastofu að Túngötu 3 á Grenivík.  Sveitarstjórn samþykkir veitingu leyfisins fyrir sitt leyti.  Jóhann og Guðný véku af fundi meðan þessi liður var ræddur.

4. Bréf frá Eyþingi, dags. 11.02.04. 
Eyþing gefur sveitarstjórnum á starfssvæði sínu kost á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum varðandi það átak í eflingu sveitarstjórnarstigsins sem hafið er, auk þess sem sveitarstjórnir eru hvattar til að efna til umræðu um eflingu sveitarstjórnastigsins í því samhengi.  Sveitarstjórn áréttar bókun, sem gerð var á aðalfundi Eyþings, sem haldinn var á Ólafsfirði 26. og 27. september s.l., þar sem lögð er áhersla á að tillögur um skýra verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem og tillögur um breytta tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, liggi fyrir áður en tillögur um sameiningu sveitarfélaga verða settar fram.  Jafnframt leggur sveitarstjórn áherslu á að tillögur sem fram koma útiloki ekki að minni sveitarfélög geti starfað áfram, án þess að komi til sameiningar, hafi þau á annað borð burði til.

5. Bréf frá Nefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 22.01.04. 
Bréfið er afrit af bréfi til landshlutasamtakanna varðandi sameiningu sveitarfélaga, samanber lið 4 hér að undan.  Sjá bókun við 4. tölulið.

6. Bréf frá Heimi, dags. 05.02.04. 
Er verið að sækja um styrk vegna útgáfu ferðahandbókarinnar á ferð um Ísland að upphæð kr. 35.000,-.  Samþykkt að veita útgáfufyrirtækinu Heimi styrk að upphæð kr. 15.000-.

7. Fundargerð bygginganefndar Eyjafjarðar frá 17.02.04. 
Í lið 2 í fundargerðinni er Sænes ehf. að sækja um leyfi fyrir byggingu á gistiheimili að Miðgörðum 2 á Grenivík.  Byggingarnefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.  Lagt fram og liður 2 samþykktur.

8. Bréf frá Grenivíkurskóla, ódagsett. 
Í vor verður kynning á öllum fyrirtækjum og stofnunum í Grýtubakkahreppi í Grenivíkurskóla.  Er verið að leita eftir stuðningi og þátttöku við verkefnið.  Samþykkt að taka þátt í verkefninu.

9. Bréf frá Ferðamálaráði Íslands frá 20.02.04. 
Er verið að tilkynna um styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna uppsetningar rotþróa í Fjörðum.  Samþykkt að taka við styrknum vegna ofangreindra framkvæmda.

10. Afskráðar skuldir. 
Samþykkt að afskrifa skuld Leðuriðjunnar Teru hf. upp á kr. 748.809-, enda lagðist starfsemi fyrirtækisins af fyrir 8 árum.

11. Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga og greiðslum til nefndarmanna hjá ísl. sveitarfélögum. 
Lagt fram til kynningar.

12. Starf húsvarðar. 
Farið yfir drög að starfslýsingu.  Sveitarstjóra falið að vinna drögin frekar.

13. Tillaga að lóðum við Lækjarvelli. 
Lagðar voru fram tillögur að lóðum við Lækjarvelli og voru lóðir við Lækjarvelli 11 og 14 samþykktar.

14. Önnur mál.
Engin. 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:45 .