Sveitarstjórn

15.12.2003 00:00

Mánudaginn 15. desember 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps klukkan 17.00.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.

Dagskrá:

1. Afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega. 
Umsóknir sem bárust vegna breytinga á reglum um þessi mál lagðar fram til kynningar.

2. Tillaga að vetrarþjónustu á vegum í Grýtubakkahreppi.  
Sveitarstjórn gerir þá athugasemd við tillöguna að miðað sé við að mokstri sé lokið fyrir kl. 7:00 á morgnana í stað kl. 8:00 eins og tillagan gerir ráð fyrir.

3. Álagningarprósenta útsvars 2004. 
Samþykkt að álagning útsvars fyrir árið 2004 verði 13,03%, sem er óbreytt álagningarprósenta frá fyrra ári.

4. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps, seinni umræða. 
Afgreiðslu frestað.

5. Tölvupóstur ("E-mail") frá Akureyrarbæ vegna öldrunarþjónustu. 
Samþykkt að leggja til að áfram verði greitt fyrir aðgang að þjónustunni en ekki greiddur hluti stofnkostnaðar.

6. Byggingaframkvæmdir við Lækjarvelli. 
Lögð fram drög að viðauka við samning við Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars ehf.

7. Bréf frá Hreini Skúla Erhardssyni dags. 28.11.2003, varðandi leyfi til að byggja tvílyft hús við Lækjarvelli. 
Afgreiðslu frestað.

8. Útboð á tryggingum Grýtubakkahrepps. 
Tilboð í tryggingar sveitarfélagsins hafa verið opnuð.  Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, að því gefnu að skilmálar þess uppfylli kröfur sveitarfélagsins.  Eftirfarandi aðilar gerðu tilboð í tryggingarnar og voru þau eftirfarandi:

Sjóvá-Almennar   kr. 1.160.852-
VÍS     kr. 1.376.876-
Tryggingamiðstöðin  kr. 1.463.484-
Vörður-vátryggingarfélag kr. 1.628.916-

9. Bréf frá Friðbirni Möller Baldurssyni dags. 8. des. 2004. 
Í bréfi þessu segir húsvörður upp starfi sínu frá og með 1. mars, með þriggja mánaða uppsagnarfresti.

10. Bréf frá Svalbarðsstrandarhreppi dags. 17.11.2003. 
Samþykkt að greiða fyrir skólavist Löru Stevensdóttur Bos, í leikskólanum í Svalbarðsstrandarhreppi, fram til 1. ágúst 2004.

11. Önnur mál.

Fleira var ekki tekið fyrir,
fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 21:10.