Sveitarstjórn

27.01.2003 00:00

Hreppsnefndarfundur nr. 43

 

Mánudaginn 27. janúar 2003 kom hreppsnefnd Grýtubakkahrepps saman í fundarstofu hreppsins.  Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt sveitarstjóra.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Starfsmenn Grenivíkurskóla komu á fundinn
    Haustið 2003 þarf að útbúa nýja stofu í Grenivíkurskóla.  Tvær tillögur hafa borist frá Hauki Haraldssyni.  Önnur er að útbúa stofu í enda samkomuaðstöðu og hin er að færa bókasafn í miðrými á efri hæð og útbúa 2 stofur þar sem bókasafnið er nú.  Rætt var um kosti og galla beggja tillaganna.

  2. Bréf frá Atvinnuþróunarfélaginu dags. 2. janúar 2003
    Í bréfinu er verið að fjalla um breytingar á starfsemi AFE. Tengist þessi mál endurskoðun á atvinnumálum stærsta eigandans, Akureyrarbæjar.  Lagt fram.

  3. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 10. janúar sl.
    Lagt fram.

  4. Bréf frá Félagi leikskólakennara dags. 10. janúar 2003
    Í bréfinu er verið að fara fram á að leikskólinn verði einsetinn og leikskólaganga verði án endurgjalds.  Sveitarstjórn sér ekki fyrir sér að leikskólavist án endurgjalds geti orðið að raunveruleika án þess að tekjustofnar komi á móti frá ríkinu.

  5. Bréf frá ATF dags. 2. janúar 2003
    Bréfið fjallar um áætlunarakstur milli Grenivíkur og Akureyrar.  Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

  6. Bréf frá Eyþingi dags. 16. janúar 2003 og skýrsla um Vaðlaheiðargöng
    Þrátt fyrir að ekki sé um beinan ávinning að ræða, telur sveitarstjórn að verkefnið verði til þess að styrkja svæðið í heild og samþykkir því aðkomu að stofnun undirbúningsfélags.  Samþykkt að leggja fram hlutafé í takt við framlög annarra sveitarfélaga, m.t.t. íbúafjölda og ávinnings að tilkomu ganganna, að hámarki kr. 50.000-.

  7. Rafrænt samfélag
    Bréf frá forstjóra Byggðastofnunar.  Lagt fram.

  8. Ákvörðun um gjald fyrir ljósabekk
    Samþykkt að leigugjald verði 10% af heildarinnkomu með virðisaukaskatti.  Jón Helgi vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.

  9. Grein í Ský
    Samþykkt að kaupa auglýsingu á hálfa síðu.

  10. Erindi frá Kaldbaksferðum, smb. síðustu fundargerð
    Samþykkt að veita bráðabirgðaleyfi til 2 ára.

  11. Bréf frá sóknarnefnd Laufáss- og Grenivíkursóknar
    Er verið að sækja um heimild hreppsnefndar til að byggja safnaðarstofu við Grenivíkurkirkju og setja bygginguna niður á þeim stað sem meðfylgjandi afstöðumynd sýnir.  Erindið samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.

  12. Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Grýtubakkahreppi, seinni umræða
    Gjaldskráin staðfest.

  13. Húsnæðismál
    Lagðir fram minnispunktar vegna viðræðna við Svein Heiðar byggingarverktaka á Akureyri.

  14. Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps 2003, seinni umræða
    Skatttekjur eru kr. 112.515.000-, Rekstrarútgjöld auk eignabreytingar eru kr. 104.387.000-.  Afborgun af lánum eru kr. 4. 247.000-, vextir án innri vaxta kr. 1.213.000,- og afgangur er kr. 2.668.000-.  Fjárhagsáætlunin samþykkt.

  15. Önnur mál

    Varðandi ellilífeyrisþega og afslátt þeirra af fasteignagjöldum, þá fá ellilífeyrisþegar 50% afslátt frá fasteignagjöldum einungis ef þeir sannanlega búa í húsnæðinu sem um ræðir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl. 20:30.