Fræðslu- og æskulýðsnefnd

01.04.2009 00:00

Fræðslu- og æskulýðsfundur 1. apríl 2009 

Mættir voru nefndarmennirnir Benedikt Sveinsson, Jón Helgi Pétursson, Margrét Ösp Stefánsdóttir og Sigurlaug Sigurðardóttir. Þorsteinn Friðriksson var fjarverandi. Einnig sátu fundinn Ásta F. Flosadóttir skólastjóri, Hólmfríður Hermannsdóttir leikskólastjóri, Inga María Sigurbjörnsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Margrét Ósk Hermannsdóttir fulltrúi leikskólakennara og Edda Björnsdóttir fulltrúi leikskólabarna. Fjarverandi var Eygló Kristjánsdóttir fulltrúi grunnskólabarna.

1. Leikskólahluti
Starfið nú á vordögum.
Leikskólastarfið hefur gengið vel og lýsti leikskólastjóri yfir ánægju með hvernig framhaldið liti út. Mannahald gengur vel og búið er að ráða afleysingamanneskjur fyrir sumarið og fyrir starfsmann sem fer fljótlega í fæðingarorlof.
Námskrárgerð.
Námskrárgerð leikskólans er í vinnslu og lýkur þeirri vinnu fljótlega og mun þá foreldraráð fá námskrána til yfirlestrar.
Lóð og umhverfi leikskólans.
Leikskólastjóri vill láta taka girðinguna norðan við eldhús leikskólans því engin þörf er fyrir hana. 

2. Sameiginlegur hluti leik- og grunnskóla
Skólastefna.
Lagðar voru fyrir nokkrar hugmyndir varðandi skólastefnu sveitarfélagsins og þær ræddar. Sérstaklega kom fram að hafa skólastefnuna stutta og hnitmiðaða og vera sýnileg í skólunum báðum sem og sveitarfélaginu en síðan yrði nánari stefna útlistuð í skólanámskrá. Leikskólastjóri og skólastjóri ætla að leggjast í frekari vinnu við mótun stefnunnar.
Skóladagatal.
Skólastigin tvö ætla að reyna að stilla saman skóladagatölin þ.á.m. starfsdaga. Skólastjóri lagði fram skóladagatal til samþykktar til fræðslu- og æskulýðsnefndar. Skóladagatalið skoðaðist samþykkt.
Danskennsla.
Rætt var um möguleika á danskennslu fyrir tvo elstu árgangana í leikskólanum og fyrir nemendur í grunnskólanum. Vonast er til að danskennslan geti verið núna í vor.

3. Grunnskólahluti 
Tækjabúnaður og aðstaða skólans.
Skólastjóri fylgdi fræðslu- og æskulýðsnefnd um skólann og sýndi þau atriði sem þarfnast viðhalds/endurnýjunar, bæði varðandi aðbúnað skólans sem og tækjabúnað.
Skólaráð.
Samkvæmt nýjum grunnskólalögum á að vera skólaráð við hvern skóla en slíkt hefur ekki verið gert við Grenivíkurskóla. Til stendur að stofna skólaráð.
Sjálfsmat.
Verið er að vinna við sjálfsmat skólans, drög að skýrslu liggja fyrir. Valið var að meta brunavarnir skólans. Sjálfsmatsskýrslan verður sýnd á vef skólans. Fræðslu- og æskulýðsnefnd vill lýsa ánægju sinni yfir fyrirkomulaginu varðandi sjálfsmat skólans.
Skólareglur.
Rætt var um skólareglur og viðurlög við brot á reglum. Upp komu hugmyndir um að allt starfsfólk skólans sem og nemendur myndu koma að þessari vinnu.
Styrkur frá Stryn.
Grenivíkurskóli fékk peningagjöf frá vinabænum Stryn í Noregi. Rætt var um hvað myndi koma nemendum best. Fræðslu- og æskulýðsnefnd þakkar Stryn fyrir höfðinglega gjöf sem kemur í góðar þarfir.

Fundi slitið 23:05.
Fundargerð ritaði Margrét Ösp Stefánsdóttir