Fræðsl og æskulýðsnefnd

12.09.2012 00:00

Fræðslu- og æskulýðsnefnd
Fundur í Fræðslu- og æskulýðsnefnd var haldinn 12.9.2012 í Grenivíkurskóla. Fundinn sátu Fjóla Stefánsdóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Sigurbjörn Jakobsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. Gísli Gunnar Oddgeirsson var fjarverandi. Einnig sátu fundinn  Guðný Sverrisdóttir, Ásta Flosadóttir og Hólmfríður Hermannsdóttir.  Áheyrnarfulltrúar mættu ekki.  Margrét setur fundinn og stjórnar honum, Fjóla ritar fundargerð.
1. Grunnskólahluti.  Ásta Flosadóttir fór yfir starfið í vetur.
Nemendum hefur fækkað um 2  frá því í skólabyrjun 2011. Hópaskiptingin fer vel á stað, stuðningstímar eru 39 á viku og auk þess eru 6 aukatímar í Íslensku. Fyrirkomulag stuðningstíma er sveiganlegt. Námsver er nýtt fyrirkomulag þar sem hægt er að kenna stuðningsnemendum í hópum.
Starfsmannamál skólans rædd : Skólastjóri ánægð með starfsfólkið, tveir nýjir kennarar (Margrét Ösp og Anna Ragnheiður Jónsdóttir ),  nýr matráður (Sólveig Kristjánsdóttir).  Stuðningsfulltrúi er í 1. bekk . Íþróttakennari fer í fæðingarorlof í 2 mánuði  1. okt til 1 des og er verið að vinna í afleysingamálum.  Illa hefur gengið að ráða í sólavistun og reynt er að leysa gæslu hjá þeim krökkum sem fara heim með skólaakstri.
Skólastarfið: Nú er seinna árið í innleiðingu þróunarverkefnis í byrjendalæsi, 3 kennarar á yngsta stigi taka þátt í því. Grænfánaverkefnið, Olweus og skriftarverkefni er áfram hluti af starfinu. Heilsueflandi skóli er nýtt verkefni og er Stefán Guðnason yfir því. Kóræfingar er fram að 7. bekk og taka allir þátt í því Sigga Hulda heldur utan um það.
Skólanámskrá: hún ekki tilbúin og verið er að endurskoða hana. Ný aðalnámskrá er í smíðum en enn vantar greinanámskrárnar. Töluverðar breytingar er þar á ferðinni.
Húsnæði: Þakið lekur meðfram þakgluggunum og reynt hefur verið að kítta þetta. Ekki hefur enn  náðst að koma  fyrir þetta.   Skipta á um útihurð sem er komin til ára sinna. Vantar sárlega í handföng  þegar fara á niður brunastiga einnig vantar einn brunastiga .  Skólastjóri telur brunmál verða að öðru leyti í góðum málum. Skólastjóri telur kominn tími til að athuga með ástand á vatnslögnum. Búið er að gera línu á skólaplanið sem marka á akstursvæði og  leiksvæði skólabarna. 

2. Sameiginlegur hluti.
Stefnt að því að halda sameiginlegt skyndihjálparnámskeið næsta haust, fyrir starfsmenn skóla og leikskóla. 


3. Leikskólahluti:
Starfsmannamál:  Enn og aftur vantar starfsmann í leikskóla í fulla stöðu, starfsmenn eru að fara í fæðingarorlof eða í fæðingarorlofi, og eitthvað er um veikindi, búið er að ráða tvo nýja starfsmenn en reynt verður að vinna áfram í þessum málum.
Allt starf gengur vel, hópastarf fer að byrja og verður þema „ég sjálfur og umhverfið“. Leikskólastjóri er meira að vinna á deildinni og gengur það vel.  Verið er að vinna í námskrágerðin og skóladagatalið er í vinnslu.  Leikskólastjóri er að skoða  námsferð með starfsfólk leikskóla. Starfsdagar leikskóla eru 3 og einn námskeiðsdagur yfir veturinn og stefnd er að skipuleggja þessa daga í samráði við grunnskóla.
Byrjað er á viðbyggingunni og stefnt er að hún verið fokheld í nóvemberlok og vonandi hægt að taka hana í notkun um áramót.

4. Margrét Ösp hefur greint frá því að hún hefur sent erindi til sveitastjórnar þess efnis að hún biðist lausnar í fræðslu og æskulýðsnefnd þar sem hún er orðin starfsmaður skólans.