Fundargerð nr. 20

29.01.2014 00:00

20. fundur atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps, haldinn 29. jan kl. 17:00 í Gamla skólanum.

Mættir: Oddný, Jóhann, Guðni, Bára, Valgerður og sveitarstjóri.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Umhverfisverkefni.Í samræmi við umræðu sem áður hafði farið fram um umhverfisverkefni í hreppnum var ákveðið láta útbúa margnota innkaupapoka til að koma í veg fyrir notkun plastpoka. Ákveðið að beina því til grunnskólabarna að sjá um hönnun pokanna. Það mætti t.d. gera með samkeppni.

3. Sveitarstjóri greindi frá vinnu við breytingar á húsnæði því sem verslunin á Grenivík hefur nýtt og var upphaflega í eigu KEA. Byggingin er nú í eigu Teru ehf, sem er félag í eigu hreppsins og Sæness. Hönnuð hefur verið breyting á húsnæðinu og lítil viðbygging.  Eftir breytingarnar verður fjölbreytileg starfsemi í húsinu. Auk verslunar verður þar Sparisjóður Höfðhverfinga, skrifstofa Grýtubakkahrepps, veitingasalur og fundarsalur. Vonast er til að framkvæmdir geti hafist í næsta mánuði. Augljóst er að um mjög áhugaverða framkvæmd er að ræða sem skapar „miðju“ í þorpinu þar sem fólk hittist og spjallar.Eftir að skrifstofa hreppsins hefur flust úr Gamla skólanum losnar þar mikið pláss sem ekki hefur verið ráðstafað.Ýmsar hugmyndur eru uppi um hvaða starfsemi geti komið þar. . 

4. Rætt um atvinnuástand í hreppnum, sem er gott. 

5. Fundi slitið kl. 18:30