Atvinnu- og þróunarnefnd nr. 6

20.05.2015 00:00

Fundur nr. 6

Fundur  í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í fundarherbergi Grýtu 20. maí  2015 kl. 17:00.

Mættir: Guðný , Haraldur, Bjarni, Benedikt, Guðni og Bára.

  1. Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
  2. Íbúaþing. Rætt um nýliðið íbúaþing. Almenn ánægja með þingið. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að halda áfram með stefnumótun í ferðaþjónustu.
  3. Umhverfismál. Rætt um „fegrunarátak“ í sveitarfélaginu. Beinum til sveitastjórnar að fá tilboð í málningu sem hægt væri að bjóða húseigendum í sveitarfélaginu.
  4. Atvinnumál. Rætt um hvernig við getum aukið frumkvæði hjá íbúum Grýtubakkahrepps til atvinnusköpunar.
  5. Höfnin. Rætt um hvernig megi efla hafnarstarfsemina.
  6. Látra-Björg. Rætt um fjármögnun á gagnvirkri miðlun á Látra-Björgu.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:45.
Fundarritari: Bára