Atvinnu- og þróunarnefnd nr. 2

26.11.2014 00:00

Fundur nr. 2

Fundur  í atvinnu- og þróunarnefnd haldinn í Gamla skólanum 26. nóvember kl. 17:00.

Mættir: Guðný Sverrisdóttir, Haraldur Níelsson, Benedikt Sveinsson, Bára Eyfjörð Jónsdóttir, Bjarni Arason, Margrét Melstad og Oddný Jóhannsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

1. Fundagerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.

2. Erindisbréf atvinnu- og þróunarnefndar Grýtubakkahrepps rætt sem og hvert hlutverk nefndarinnar er. 

3. Gamli skólinn. Rætt vítt og breytt um hlutverk hússins og hugmyndir um nýtingu á því í framtíðinni. Menn sjá fyrir sér að í húsinu geti ýmiskonar atvinnustarfsemi átt sér stað. Það gæti vel hentað fyrirtækjum í bókhaldsþjónustu eða grafískrihönnun, þá voru ræddar hugmyndir um að þar væri hægt að komu upp aðstöðu fyrir einhvers konar listasmiðju eða jafnvel hljóðver. Einnig kom það fram á fundinum að efri hæð hússins þyrfti að fá að halda sér sem mest í óbreyttri mynd og gæti nýst t.d. til tónleikahalds eða annarra menningarlegra uppákoma.

4. Ný atvinnufyrirtæki. Ýmsar hugmyndir ræddar sem aukið gætu atvinnutækifæri og fjölbreyttni á svæðinu s.s. ferðamennska/lúxusferðamennska þar sem boðið væri upp á hvalaskoðun og/eða kafbátaferðir, skipulagar hjóla eða gönguferðir, nýtingu á roði til handverks, örsláturhús – lítið sláturhús sem seldi beint af býli.

5. Önnur mál. Guðný sagði frá gangi mála í Túngötu 1-3 og er húsið allt hið glæsilegasta.

6. Næsti fundur ákveðinn 14. janúar 2015.

Fleira ekki tekið fyrir,      fundi slitið kl. 18:50.